Norræna ráðherranefndin um efnahags- og fjármál (MR-FINANS)
Gegnumgangandi liðir í starfinu eru:
- að tryggja stöðugan og sjálfbæran hagvöxt,
- að þróa norrænu velferðarlíkönin,
- að efla efnahagslega samþættingu innan Norðurlanda og á Eystrasaltssvæðinu og í Evrópu og
- að vinna norrænum hagsmunum brautargengi á alþjóðavettvangi.
Önnur mál á dagskrá samstarfsins eru málefni ESB, skattamál, afnám stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum, að efnahagsáætlun verði fléttuð inn í norræna stefnu á sviði sjálfbærrar þróunar í auknum mæli, og áframhaldandi samstarf á norrænum fjármálamörkuðum.