Norrænt samstarfsnet um fullorðinsfræðslu (NVL)

Norðurlöndin eru þekkingarsvæði þar sem eru fyrir hendi góð skilyrði til þess að þróa mannauð.

Norrænt samstarf byggir á sameiginlegum gildum, sameiginlegri menningu og sögu og ekki síst sameiginlegri sýn á lýðræði og menntun. Fullorðinsfræðsla er forgangsmál í norrænu samstarfi. 
Norræna samstarfsnetið um fullorðinsfræðslu (NVL) í samspili við áætlunina Nordplus Nám fullorðinna er framlag Norrænu ráðherranefndarinnar um menntamál og rannsóknir (MR-U) á stefnumótunarsviðinu fullorðinsfræðslu.

Meginverkefni NVL er meðal annars að styðja við þróun og innleiðingu stefnumótunar um símenntun og færniþróun, stuðla að persónulegri þróun og lýðræðislegri þátttöku, styðja samspilið við áætlunina Nordplus Nám fullorðinna ásamt því að upplýsa skipulega og stefnumótandi um reynslu og niðurstöður norræns samstarfs og skapa samlegðaráhrif gagnvart alþjóðlegu, þar með talið evrópsku, samstarfi um fullorðinsfræðslu.

Starfið á sér stað gegnum fjöldamörg samstarfnet og vinnuhópa sem auk tengsla við löndin fá til þátttöku bæði frjáls félagasamtök og atvinnulífið.


NVL á að: 

  • styðja þróun og innleiðingu stefnumótunar um símenntun og færniþróun innan mismunandi sviða fullorðinsfræslu í norrænu ríkjunum
  • stuðla að þróun norrænu menntakerfanna gegnum stefnumótunarstarf með Norrænu ráðherranefndinni um menntamál og rannsóknir (MR-U) og Norrænu embættismannanefndinni um menntamál og rannsóknir (EK-U) sem áfram verður aukið, ásamt samstarfi við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hverju sinni. 
  • styðja við persónulega þróun og lýðræðislega þátttöku gegnum fjölbreytilega fullorðinsfræðslu
  • styðja í samstarfi við Nordplus samtalið og samspilið við áætlunina Nordplus Nám fullorðinna 
  • styðja samspilið við frjáls félagasamtök og atvinnulífið, þar á meðal lýðfræðsluna
  • upplýsa skipulega og stefnumótandi um reynslu og niðurstöður norræns samstarfs um fullorðinfræðslu á norrænum vettvangi og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal sérstaklega á evrópskum vettvangi
Contact information