Stefna varðandi krækjur

Hér má kynna sér reglur um tengingar við norden.org. Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni er umhugað um þau vefsetur sem tengjast norden.org. Ástæðan er sú að hægt er að tengja Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina innihaldi þeirra vefsetra sem krækjurnar eru staðsettar á.

Þeir sem birta krækjur þar sem hægt er að tengjast vefsetri Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar eru vinsamlega beðnir að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  • Notið ekki nafnmerki Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar til þess að tengjast vefsetri Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmiðið er að koma í veg fyrir misskilning um hver er ábyrgur fyrir upplýsingum á því vefsetri sem krækjan birtist á.
  • Notið ekki svokallaða frames-krækju, Það er að segja tengið ekki þannig að vefsetur Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar birtist í umgjörð vefseturs í eigu utanaðkomandi aðila.
  • Notið ekki svokallaða inline-krækju, það er að segja tengið ekki þannig að upplýsingar verði sóttar sjálfkrafa af vefsetri Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og birtar á vefsetri óviðkomandi aðila.
Tengiliður