Stefna varðandi krækjur
Þeir sem birta krækjur þar sem hægt er að tengjast vefsetri Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar eru vinsamlega beðnir að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
- Notið ekki nafnmerki Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar til þess að tengjast vefsetri Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmiðið er að koma í veg fyrir misskilning um hver er ábyrgur fyrir upplýsingum á því vefsetri sem krækjan birtist á.
- Notið ekki svokallaða frames-krækju, Það er að segja tengið ekki þannig að vefsetur Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar birtist í umgjörð vefseturs í eigu utanaðkomandi aðila.
- Notið ekki svokallaða inline-krækju, það er að segja tengið ekki þannig að upplýsingar verði sóttar sjálfkrafa af vefsetri Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og birtar á vefsetri óviðkomandi aðila.