Fyrirvari

Á vefsíðunni eru almennar upplýsingar og ráð, ekki er ætlunin að efnið sé svo ítarlegt að það nægi notendum til að taka ákvarðanir í einstökum málum o.þ.h. Ef þörf krefur eru notendur hvattir til að leita lögfræðilegrar aðstoðar eða annarar ráðgjafar og aðstoðar

Á skrifstofum Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs leggur starfsfólk sig fram við að upplýsingar og annað efni á vefnum norden.org séu réttar og uppfærðar reglulega, en ekki er hægt að tryggja að alltaf séu allir textar réttir, fullkomnir og uppfærðir. Ekki er því hægt að gera starfsfólk skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs ábyrgt fyrir tapi eða vonbrigðum sem rangar eða ófullkomnar upplýsingar á vefsíðunni geta valdið. Né heldur vegna þess að upplýsingar vantar á vefsíðunni. Þetta á við beint og óbeint tap, þar með talið tap sem verður vegna rekstrartruflana eða þess háttar.

Á vefsíðunni geta verið krækjur eða vísanir á aðrar vefsíður. Starfsfólk skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs getur á engan hátt stýrt gerð, innihaldi og aðgangi að þessum vefsíðum. Krækjur og tilvísanir þýða ekki að mælt sé með síðunum, eða skoðunum sem þar birtast, og ekki er tekin ábyrgð á innihaldi þessara vefsíða. Á vefsíðunni norden.org getur einnig verið efni, sem lýtur út fyrir að vera eða er birt þar af utan að komandi aðila. Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráðs taka ekki ábyrgð á þessu efni.

Allar upplýsingar og efni sem hlaðið er niður af eða er notað á annan hátt af vefsíðunni norden.org, ber notandinn ábyrgð á og er hann ábyrgur fyrir hverjum þeim skaða sem tölvukerfi hans verður fyrir, svo og gagnamissi vegna upplýsinga eða annars efni sem hlaðið er niður.

Tengiliður