Um flokkahópana

Jorodd Asphjell, Norge, i debatt vid Nordiska rådets session i Stockholm 2019
Ljósmyndari
Johannes Jansson
Kjörnir fulltrúar í Norðurlandaráði geta myndað flokkahópa. Í flokkahópi verða að vera að minnsta kosti fjórir fulltrúar, sem eru frá tveimur löndum hið minnsta.

Stjórn Norðurlandaráðs, forsætisnefndin, ákveður reglur um skráningu flokkahópa.

Flokkahópar í Norðurlandaráði fá styrk til starfseminnar. Fulltrúar sem ekki tilheyra flokkahópi eða eru fulltrúar sem tilheyra áður skráðum flokkahópum geta einnig fengið styrk.

Fimm flokkahópar starfa nú innan Norðurlandaráðs: Norræn vinstri græn, flokkahópur jafnaðarmanna, flokkahópur miðjumanna, flokkahópur hægrimanna og flokkahópurinn norrænt frelsi.

Þessir flokkahópar hafa allir eigin skrifstofu og ritara.

Partigrupperna