13 verk tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019
Danmörk
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Samíska tungumálasvæðið
Svíþjóð
Álandseyjar
Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.
Tilkynnt um verðlaunahafann 29. október
Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verður kynntur þann 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.
Um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.
Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.