Ellefu tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi, sem með framúrskarandi hætti hafa átt þátt í að vekja athygli á, þróa eða innleiða úrgangslausar lausnir? Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 hlaut danska smáforritið Too Good to Go sem á að sporna gegn matarsóun.
Tilnefningarnar í ár verða tilkynntar í dag, föstudag, á þjóðfundinum á Borgundarhólmi.
Finnland
Rec Alkaline Ltd: Breytir alkalískum rafhlöðum í hreinan snefilefnaáburð
RePack: Endurnýtanlegar umbúðir fyrir rafræna verslun
Ísland
Landspítali: Minni sóun, færri einnota hlutir, meiri endurvinnsla og matarsóun í lágmarki
Verandi: Framleiðir vandaðar húðvörur með því að endurnýta auðlindir náttúrunnar
Noregur
Eyde-klyngen: Þróar hringrásarhagkerfi í iðnaði: Verðmæti úr úrgangi
Hold Norge Rent: Sjálfboðasamtök sem vinna gegn mengun
Restarters Oslo: Hvetur fólk til að tileinka sér skapandi og félagslega viðgerðamenningu
Svíþjóð
ALLWIN AB: Dregur úr matarsóun, 2 milljónir máltíða á ári fyrir bágstadda
ICA og Rescued Fruits: Drykkir búnir til úr hólpnum ávöxtum frá ICA
Matcentralen, Stockholms Stadsmission: Vinnuaðlögun og endurdreifing afgangsmatar
Swedish Algae Factory: Eykur skilvirkni sólarrafhlaðna með efni unnu úr þörungum
Umhverfisverðlaunin verða afhent í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Finlandiahúsinu í Helsinki þann 1. nóvember 2017. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.
Smellið á tilnefningar til að lesa meira.