Ellefu tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017

16.06.17 | Fréttir
Nominerede til Nordisk Råds miljøpris 2017
Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Dómnefndin hefur valið 11 tilnefningar til umhverfisverðlaunanna úr hópi þeirra tillagna sem borist höfðu frá almenningi á Norðurlöndum.

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi, sem með framúrskarandi hætti hafa átt þátt í að vekja athygli á, þróa eða innleiða úrgangslausar lausnir? Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2016 hlaut danska smáforritið Too Good to Go sem á að sporna gegn matarsóun.

Tilnefningarnar í ár verða tilkynntar í dag, föstudag, á þjóðfundinum á Borgundarhólmi.

Finnland

Rec Alkaline Ltd: Breytir alkalískum rafhlöðum í hreinan snefilefnaáburð

RePack: Endurnýtanlegar umbúðir fyrir rafræna verslun

Ísland

Landspítali: Minni sóun, færri einnota hlutir, meiri endurvinnsla og matarsóun í lágmarki

Verandi: Framleiðir vandaðar húðvörur með því að endurnýta auðlindir náttúrunnar

Noregur

Eyde-klyngen: Þróar hringrásarhagkerfi í iðnaði: Verðmæti úr úrgangi

Hold Norge Rent: Sjálfboðasamtök sem vinna gegn mengun

Restarters Oslo: Hvetur fólk til að tileinka sér skapandi og félagslega viðgerðamenningu

Svíþjóð

ALLWIN AB: Dregur úr matarsóun, 2 milljónir máltíða á ári fyrir bágstadda

ICA og Rescued Fruits: Drykkir búnir til úr hólpnum ávöxtum frá ICA

Matcentralen, Stockholms Stadsmission: Vinnuaðlögun og endurdreifing afgangsmatar

Swedish Algae Factory: Eykur skilvirkni sólarrafhlaðna með efni unnu úr þörungum

 

Umhverfisverðlaunin verða afhent í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Finlandiahúsinu í Helsinki þann 1. nóvember 2017. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.

Smellið á tilnefningar til að lesa meira.