Hold Norge Rent (Noregi)

Hold Norge Rent (Norge)
Photographer
Lise Keilty Gulbransen
Hold Norge Rent – sjálfboðasamtök sem vinna gegn mengun.

Félagið Hold Norge Rent samhæfir starfið, sem felst í að hreinsa, skrá og fyrirbyggja plastmengun meðfram ströndum Noregs, í nánu sambandi og samstarfi við yfirvöld á ráðherrastigi. Á árinu 2016 tóku 18.500 manns þátt í 1.364 skráðum hreinsunarátökum þar sem safnað var saman alls 377 tonnum af úrgangi úr hafinu. Hold Norge Rent markaði jafnframt tímamót með því að eiga frumkvæði að samstarfi svipaðra samtaka hvarvetna á Norðurlöndum gegn mengun sjávar. Samnorrænt strandhreinsunarátak hófst 2. maí s.l. á fundi umhverfisráðherra Norðurlanda á Bygdøy í Ósló þar sem yfirmaður umhverfismála hjá SÞ var einnig viðstaddur. Markaði þetta jafnframt upphaf að nánara samstarfi norrænna sjálfboðasamtaka, sem vinna gegn úrgangi í hafi, við ráðherra og yfirvöld. Gæti sú lausn orðið öðrum löndum til eftirbreytni.