Eva Kjer Hansen nýr ráðherra norræns samstarfs í Danmörku

„Ég hlakka mikið til þess að leiða þátttöku dönsku ríkisstjórnarinnar í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Ég hef fylgst með norrænu samstarfi í mörg ár, í minni ráðherratíð en þegar ég sat í dönsku landsdeild Norðurlandaráðs. Það var meðal annars fyrir mína tilstilli að Norðurlandaráð réð starfsmann í Brussel í þeim tilgangi að auka áhrif Norðurlanda innan ESB,“ segir nýbakaður ráðherra norræns samstarfs í Danmörku og bætir við:„Nýlega áttum við Henrik Dam Kristensen (A) verulega góðan fund með forsetum landsliða matreiðslumanna í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þeir hafa áhuga á þéttara samstarfi milli landanna, ekki síst til að efla nýliðun í veitingahúsarekstri.“
Spennandi framtíð og mörg tækifæri
Auk þess að vera norrænn samstarfsráðherra er Eva Kjer Hansen einnig skipaður ráðherra sjávarútvegs og jafnréttismála. Áður hefur Eva Kjer Hansen gegnt embættum umhverfis- og matvælaráðherra, ráðherra matvæla, landbúnaðar og sjávarútvegs, félagsmálaráðherra og jafnréttismálaráðherra Hér er á ferð kona með mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sem á eftir að nýtast henni í norrænu samstarfi. „Það eru mörg tækifæri til að þróa norrænt samstarf. Það byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum sem við eiga að standa vörð um og þróa enn frekar. Þetta verður spennandi!,“ segir Eva Kjer Hansen.