Eva Kjer Hansen nýr ráðherra norræns samstarfs í Danmörku

03.05.18 | Fréttir
Eva_K_Hansen
Ljósmyndari
Steen Brogaard
Eva Kjer Hansen úr danska stjórnmálaflokknum Venstre var þann 2. maí útnefnd ráðherra norræns samstarfs. Hún tekur við keflinu af Karen Ellemann sem hafði þá gegnt embættinu frá því í nóvember 2016.

„Ég hlakka mikið til þess að leiða þátttöku dönsku ríkisstjórnarinnar í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Ég hef fylgst með norrænu samstarfi í mörg ár, í minni ráðherratíð en þegar ég sat í dönsku landsdeild Norðurlandaráðs. Það var meðal annars fyrir mína tilstilli að Norðurlandaráð réð starfsmann í Brussel í þeim tilgangi að auka áhrif Norðurlanda innan ESB,“ segir nýbakaður ráðherra norræns samstarfs í Danmörku og bætir við:
„Nýlega áttum við Henrik Dam Kristensen (A) verulega góðan fund með forsetum landsliða matreiðslumanna í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þeir hafa áhuga á þéttara samstarfi milli landanna, ekki síst til að efla nýliðun í veitingahúsarekstri.“

 

Spennandi framtíð og mörg tækifæri

Auk þess að vera norrænn samstarfsráðherra er Eva Kjer Hansen einnig skipaður ráðherra sjávarútvegs og jafnréttismála. Áður hefur Eva Kjer Hansen gegnt embættum umhverfis- og matvælaráðherra, ráðherra matvæla, landbúnaðar og sjávarútvegs, félagsmálaráðherra og jafnréttismálaráðherra Hér er á ferð kona með mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sem á eftir að nýtast henni í norrænu samstarfi.
„Það eru mörg tækifæri til að þróa norrænt samstarf. Það byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum sem við eiga að standa vörð um og þróa enn frekar. Þetta verður spennandi!,“ segir Eva Kjer Hansen.