„Norðurlöndin ættu að vera með sameiginlega siðanefnd vegna klínískra rannsókna“

23.01.19 | Fréttir
Utskottet för kunskap och kultur sammanträdde i Reykjavik den 22 januari 2019.

Utskottet för kunskap och kultur i Reykjavik.

Ljósmyndari
Matts Lindqvist
Norðurlöndin ættu að koma á fót einni siðanefnd vegna allra norrænna klínískra lyfjarannsókna. Þetta er skoðun Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar sem vill að norrænu ríkisstjórnirnar vinni að því að þessi nefnd verði að veruleika.

Nú verða vísindamenn sem ætla að stunda klínískar lyfjarannsóknir á Norðurlöndum að fá siðfræðilegt mat í hverju landi fyrir sig. Með sameiginlegri norrænni siðanefnd yrði um að ræða einn aðila sem tæki ákvörðun vegna allra þeirra landa sem taka þátt.

Þetta sparar bæði tíma og fjármuni að mati Norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar.

„Norrænu ríkin eru dugleg að gera klínískar rannsóknir en í flestum tilvikum eru löndin of smá hvert um sig til þess að geta laðað til sín lyfjarannsóknir í harðri alþjóðlegri samkeppni. Ef við fáum Norðurlöndin til þess að vinna saman sem eitt svæði á þessu sviði verðum við strax mun vænlegri kostur,“ segirJohanna Karimäki frá Flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði og formaður nefndarinnar .

Norðurlöndin bjóða upp á einstakar aðstæður

Nefndin tekur fram að norrænu ríkin hafi góða innviði fyrir rannsóknir. Þau hafi einnig aðgengi að miklum fjölda heilbrigðisskráa og lífbanka sem veita einstakt tækifæri til þess að fylgjast með áhrifum einstakra lyfja. Þess vegna geta norrænar heilbrigðisrannsóknir boðið aðstæður sem eru einstakar á heimsvísu.

Norræna þekkingar- og menningarnefndin samþykkti nefndarálitið um siðanefndina á fundi sínum í Reykjavík 22. janúar. Norræna velferðarnefndin hefur einnig haft tillöguna til meðferðar og styður hana.

„Prófun á lyfjum skiptir sköpum fyrir heilsu komandi kynslóða. Norrænar heilbrigðisrannsóknir verða einstakar í heiminum og án slíkra rannsókna staðnar heimurinn,“ segir formaður velferðarnefndarinnar, Bente Stein Mathisen sem situr í Flokkahópi hægrimanna í Norðurlandaráði.

Tillagan kom upphaflega frá Flokkahópi hægrimanna.. Hún fer nú áfram til samþykktar í Norðurlandaráði.

 

Tengiliður