Skráningar fjölmiðla á þing og verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs eru hafnar

16.09.19 | Fréttir
Journalister
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Opnað hefur verið fyrir skráningar blaðamamanna á 71. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 29.–31. október 2019. Blaðamenn geta skráð sig bæði á þingið og á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í gegnum krækjuna hér að neðan.

Þingið er mikilvægasti norræni stjórnarmálaviðburður ársins. Þar koma saman þingmenn, forsætisráðherrar og aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum.

Fyrsti dagur þingsins hefst með leiðtogafundi Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna þar sem þingfulltrúum gefst kostur á að leggja fram spurningar til forsætisráðherranna milliliðalaust. Þema umræðanna er sjálfbær umskipti.

Á öðrum degi leggja norrænu samstarfsráðherrarnir og utanríkis- og varnarmálaráðherrarnir fram greinargerðir sínar fyrir þingið. Einnig mun ráðið álykta um nýja stefnu um norrænt samstarf um samfélagsöryggi.

Auk þess verður fjöldi svonefndra þingmannatillagna, sem eru tillögur sem einhverjir hinna 87 þingmanna leggja fram, tekinn til meðferðar á þinginu.

Þingið verður sett þriðjudaginn 29. október, kl. 14.00, og því verður slitið fimmtudaginn 31. nóvember, kl. 15.00. Á lokadegi þingsins verður kjörinn nýr forseti og varaforseti fyrir árið 2020.

Verðlaun Norðurlandaráðs veitt á þriðjudeginum

Þriðjudagskvöldið 29. október fer verðlaunahátíð Norðurlandaráðs fram í tónleikahúsinu í Stokkhólmi, Konserthuset. Þar verða veitt verðlaun í fimm flokkum. Eingöngu þeir blaðamenn sem skráðir eru á þingið geta verið viðstaddir verðlaunaafhendinguna. Strax að verðlaunaafhendingunni lokinni verður blaðamannafundur og tækifæri til myndatöku.

Tími til að skrá sig

Blaðamenn sem hyggjast fylgjast með þingi Norðurlandaráðs og verðlaunafhendingunni þurfa að skrá sig í síðasta lagi 24. október kl. 14 að sænskum tíma. Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini. Einnig verða haldnir blaðamannafundir í tengslum við þingið. Skráningin tekur til allra blaðamannafunda nema annars sé getið.

Blaðamenn með gild skírteini í sænska þinghúsið þurfa ekki sérstaka skráningu á þingið en þeir sem vilja einnig taka þátt í verðlaunaafhendingunni verða að vera skráðir á þingið.

Upplýsingar um þingið veitir Matts Lindqvist, +45 29 69 29 05 eða matlin@norden.org

Upplýsingar um verðlaunaafhendinguna veitir Elisabet Skylare, +45 21 71 71 27 eða elisky@norden.org

Norðurlandaráð er þing opinbers samstarfs Norðurlanda. Á árlegu haustþingi fer fram pólitísk umræða milli Norðurlandaráðs og fulltrúa ríkisstjórnanna í Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er að fylgjast með þinginu á Twitter undir myllumerkjunum #nrsession, #nrpol og #nrpriser.