Styrkir til samstarfs milli Quebéc og Norðurlanda

08.12.17 | Fréttir
Kunstudstilling i Reykjavik
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Eruð þið tveir eða fleiri aðilar á Norðurlöndum sem hafið hug á að vinna verkefni í samstarfi við Québec á sviðum menningar og nýsköpunar? Þá eru í boði styrkir sem stjórnvöld í Québec og Norræna ráðherranefndin veita til samstarfsaðila og -verkefna á sviði menningar og nýsköpunar. Umsóknafrestur er til 15. febrúar 2018.

Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf við nágranna Norðurlanda í vestri felur í sér samstarf við stjórnvöld í Québec. Fylkisstjórnin í Québec og Norræna ráðherranefndin undirrituðu þann 27. febrúar 2015 viljayfirlýsingu þar sem markmiðið er að auka þekkingu íbúanna á umræddum svæðum og koma á markvissu samstarfi milli aðila í Québec og á Norðurlöndum.

Við gildistöku samstarfssamningsins var gagnkvæmt samkomulag um að stofna sjóð til styrktar samstarfi milli Québec og Norðurlanda á sviðum menningar og nýsköpunar.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2018.

  • Kröfur og reglur um sjóðinn ásamt umsóknareyðublaði