Verðlaunahafi 2011

Scandic
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Norræna hótelkeðjan Scandic Hotels hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir framlag sitt til sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Í rökstuðningi dómnefndar segir:

„Scandic hefur verið í fararbroddi frá árinu 1994 í að draga úr umhverfisáhrifum af eigin starfsemi og margir hafa fetað í fótspor fyrirtækisins við að vinna að sjálfbærri þróun jafnt innan hótelreksturs og í samfélaginu í heild. Scandic hefur sýnt hugrekki með því að gera kröfur til birgja og býður einnig hótelgestum sínum að taka þátt í að vinna að umhverfisvænum markmiðum eins og til að mynda með því að spara þvotta og flokka úrgang. Þar sem fyrirtækið rekur 147 hótel á öllum Norðurlöndum er hópur viðskiptavina stór."

Í umhverfsstefnu Scandic frá árinu 1994 segir:

„Ekkert fyrirtæki getur komist hjá því að taka ábyrgð á umhverfinu og beina sjónum að umhverfismálum. Þessvegna á Scandic að vera í fararbroddi og vinna stöðugt að því að því að daraga úr umhverfisáhrifum og bæta umhverfið. Skandic ætlar að vera virkur þátttakandi í mótun sjálfbærs samfélags".

Hvað hefur áunnist frá árinu 1994?

Scandic hefur þjálfað rúmlega 11.000 starfsmenn í umhverfismálum og byggt 19.000 vistvæn herbergi, með náttúrulegu hráefni og sjálfbærum byggingaaðferðum.

Frá árinu 1996 hefur Scandic minnkað:

  • Vatnsnotkun um 17% í 207 lítra á gest á nóttu.
  • Orkunotkun um 22% í 41 kWh á gest á nóttu.
  • Óflokkaðan úrgang um 39% í 0,5 kg á gest á nóttu
  • Losun koltvísýrings um 38% í 2,76 kg á gest á nóttu

Scandic er eina hótelkeðjan í heiminum sem sýnir árangur sinn í umhverfismálum í tölum, sem stöðugt eru endurnýjaðar á vefsíðu fyrirtækisins www.scandichotels.com / betterworld / rapport

Árið 1994 hætti Scandic að nota einnota framleiðsluvöru (t.d. í baðherbergjum og við morgunmat) og hefur sparað 530.000.000 pakka síðan þá.

Boðið er upp á lífrænt ræktaðan morgunverð. Allt kaffi sem boðið er upp á hjá Scandic á Norðurlöndum er lífrænt ræktað og verslað með sanngjörnum viðskiptaháttum, í allt nær 20 milljónir bollar á ári. Scandic býður ekki lengur upp á vatn á flöskum á hótelum sínum, heldur vatn sem síað er og kolsýrt í endurnýtanlegum vatnskönnum. Þetta sparar 160 tonn koltvísýrings vegna flutninga árlega.

Scandic rekur sjálfbæran sjóð sem veitir 100.000 evrur til verkefna árlega, fyrsta úthlutun var 2010. 114 af 147 hótelum eru með umhverfismerkið Svaninn, sem útnefnt hefur verið besta umhverfismerki í heimi.

Saga og bakgrunnur

Scandic hóf umhverfisstarf sitt árið 1993. Alþjóðleg fjármálakreppa vegna Kuwait-stríðsins, hafði þá í för með sér skort á olíu. Vitund um umhverfismál í samfélaginu fór einnig vaxandi. Scandic fann hér hvatningu til að tengja orkusparnað við umhverfisvitund.

Árið 1994 réð fyrirtækið stofnunina Natural Step til að þjálfa allt starfsfólk í þekkingu á umhverfisvernd. Einnig var ákveðið að senda allar hugmyndir sem framkvæmanlegar voru yfir alla hótelkeðjuna til stjórnar. Á minna en 6 mánuðum voru 1.500 umhverfisverkefni farin af stað! Þannig vaknaði áhuginn á umhverfismálum hjá Scandic.

Umhverfisstarfið hefur að miklu leiti byggt á frumkvæði starfsmanna. Það var Scandic starfsmaður sem fann upp handklæðastefnuna („hengið upp handklæðið ef þið viljið nota það aftur"), sem nú er nýtt af hótelrekendum um allan heim. Það var einnig starfsmaður Scandic sem lagði til að nota frekar sápubrúsa en einnota sápur, sem er nú nær eingöngu notað á milliklassa hótelum. 

Umhverfisstarf Scandic er rætt vikulega á deildarfundum. Auk þess eru haldnir stórir umræðufundir um það bil þriðja hvert ár. En umhverfisstarfið sjálft er eðlilegur hluti af daglegu starfi okkar. Allt nýtt starfsfólk er þjálfað í því að vera meðvitað um umhverfismál í gegnum fræðsluvefsíðu okkar: CheckIn @ Scandic.