Framkvæmdaáætlun fyrir norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks 2018–2022
Upplýsingar
Útgáfudagur
Lýsing
Þessi framkvæmdaáætlun er stefnumótandi samstarfsskjal Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni fatlaðs fólks. Hún nærtil ráðherranefndarinnar í heild sinni og hefur þrjú áherslusvið:MannréttindiAð styðja og efla starf um innleiðingu og eftirlit með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í löndunum.Sjálfbær þróunAð efla þátttöku allra með algildri hönnun mismunandi umhverfis, stuðla að jafnrétti og vinna gegn mismunun fatlaðs fólks á öllum sviðum norræns samfélags með stefnumótandi samþættingu fötlunarsjónarmiða í starfi að sjálfbærri þróun.Frjáls förAð stuðla að frjálsri för og afnema stjórnsýsluhindranir sem einkum bitna á fötluðu fólki.Framkvæmdaáætlunin gildir árin 2018‒2022.
Útgáfunúmer
2018:775