BEINT: LGBTI-fólk á Norðurlöndum: Að lifa öruggu og opnu lífi með reisn

12.10.20 | Viðburður

Hvordan kan vi beskytte LGBTI-personer mot vold og diskriminering? Hvordan skal vi Norden sørge for et verdig, beskyttet og åpent liv? Bli med nordisk debatt om LGBTI-personer muligheter til et verdig, beskyttet og åpent liv.

Hvernig getum við verndað LGBTI-fólk gegn ofbeldi og mismunun? Hvernig getum við á Norðurlöndum tryggt réttinn til að lifa opnu og öruggu lífi með reisn? Taktu þátt í norrænni málstofu um tækifæri LGBTI-fólks til að lifa öruggu og opnu lífi með reisn hinn 12. október frá Færeyjum.

Upplýsingar

Dagsetning
12.10.2020
Tími
17:00 - 18:30
Staðsetning

Nordens Hus på Færøerne
Norðari Ringvegur
Færeyjar

Gerð
Viðburður

LGBTI-fólk á Norðurlöndum getur að miklu leyti lifað samkvæmt eigin sjálfsmynd og lífsskilyrði þess er á meðal þess sem best gerist í heiminum. Engu að verður margt fólk fyrir ofbeldi, misnotkun, mismunun og einelti á vinnustöðum, í skóla og í frítíma. Hvernig getum við verndað LGBTI-fólk gegn ofbeldi og mismunun? Hvernig getum við á Norðurlöndum tryggt réttinn til að lifa opnu og öruggu lífi með reisn?

 

Málstofan í Færeyjum er ein af mörgum sem haldnar verða á Norðurlöndum, Álandseyjum og Grænlandi haustið 2020. Þekkingin og reynslan sem skapast verður tekin saman í grein sem Norræna ráðherranefndin mun styðjast við í áframhaldandi vinnu sinni við að bæta aðstæður LGBTI-fólks á Norðurlöndum.

 

Málþinginu verður streymt. Fundarstjóri er blaðamaðurinn Liljan Weihe

Dagskrá

17:00 Kaj Leo Holm Johannesen, ráðherra norrænnar samvinnu, býður fólk velkomið

 

17:10 Gisle A. Gjevestad Agledahl gefur bakgrunn og hvatningu

Gísli skrifar grein um málstofuröðina á Norðurlöndum. (Tekur þátt rafrænt)

 

17:20 Staða LGBTI-fólks á vinnumarkaði

Bjarke Følner, yfirráðgjafi og meðeigandi hjá Als Research APS, Danmörku. (Tekur þátt rafrænt)

 

17:35 Hinsegin lífshlaup – rannsókn um lífskjör og margbrotna sjálfsmynd LGBTI-fólks í Noregi

Helga Eggebø, Nordlandsforkning (tekur þátt rafrænt)

 

17:50 Hvernig reynir Amnesty International að tryggja mannréttindi og vernd LGBTI-fólks gegn mismunun?

Katrin Dam á Neystabø, Amnesty International í Færeyjum

 

18:00 Pallborðsumræður:

Katrin Dam á Neystabø, Amnesty International í Færeyjum

Helga Eggebø (tekur þátt rafrænt)

LGBTI Førøyar (nafn tilkynnt síðar)

Bjarni Kárason Petersen, þingmaður Framsóknar í Færeyjum

 

18:20 Spurningar frá áhorfendum

 

18:30 Lok

 

 

Tímasetning og staðsetning

Mánudagurinn 12. október 17:00 – 18:30

Norðurlandahúsið í Færeyjum, Norðari Ringvegur, Þórshöfn í Færeyjum

Sætafjöldi er takmarkaður:

BEINT: