Hvernig hjálpum við viðkvæmum hópum að komast út á vinnumarkaðinn?

20.03.24 | Viðburður
Arbeidskontor
Photographer
Yadid Levy/norden.org
Á þessu spennandi vefþingi verður kafað ofan í það flókna úrlausnarefni að auka atvinnuþátttöku viðkvæmra hópa á Norðurlöndum.

Upplýsingar

Dates
20.03.2024
Time
13:00 - 14:30

Ein af helstu stoðum norræna velferðarlíkansins felst í því að skapa sem best skilyrði til þess að sem flest hafi atvinnu, bæði með hagsmuni einstaklingsins og samfélagsins í heild sinni í huga. Til þess þarf náið og gott samstarf á milli opinberra yfirvalda, fyrirtækja og menntakerfisins. Ekki síst á það við um vinnuna við að hjálpa fólki í þeim hópum sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu inn á vinnumarkaðinn og af framfærslu. Þótt þörf sé á starfskröftum þeirra, einkum á tímum þegar vinnuafl vantar, geta ýmsar aðrar hindranir oft staðið í vegi þessara hópa.

Þess vegna hefur Norræna ráðherranefndin í vinnumálum sett af stað stórt rannsóknarverkefni um það hvernig auka megi atvinnuþátttöku viðkvæmra hópa í norrænu löndunum.

Á vefþinginu verða helstu niðurstöður verkefnisins hingað til kynntar. Meðal annars má nefna nýja leið til þess að skipta félagslega viðkvæmum hópum upp út frá þeim hindrunum sem mæta þeim á vinnumarkaði frekar en lýðfræðilegum þáttum.

Vefþingið á sérstaklega erindi við opinber stjórnvöld, fræðimenn og fagfólk sem vill fræðast betur um hvernig við getum aukið atvinnuþátttöku viðkvæmra hópa á Norðurlöndum.