Norrænt bandalag gegn hryðjuverkum

13.12.19 | Fréttir
Byer i Norden
Ljósmyndari
Yadid Levy norden.org
Fimm norrænar höfuðborgir hafa nú undirritað The Nordic Capital Code Of Action á Nordic Safe City Summit 2019 í Stokkhólmi. Markmiðið er að berjast gegn hryðjuverkum og öryggisleysi. Borgirnar eru Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Ósló, Helsinki og Reykjavík.

„Það sem ég vona að við fáum út úr The Nordic Capital Code of Action er ákveðin verkfæri og þekking frá gríðarlega öflugu samstarfsneti hér á Norðurlöndum,“ segir ein þeirra sem undirritaði samstarfsyfirlýsinguna, Cecilia Lonning-Skovgaard borgarstjóri í Kaupmannahöfn, á Nordic Safe City Summit 2019 í Stokkhólmi.
Allmörg dæmi eru um þörfina sem er fyrir hendi um að standa saman og hjálpast að á Norðurlöndum. Ekki eru liðnir margir klukkutímar síðan umfangsmikil lögregluaðgerð í Danmörku virðist hafa komið í veg fyrir hryðjuverkaárás. Því miður hafa hlutirnir ekki alltaf farið svona vel, það sýna dæmi frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki. Og einnig Noregi þar sem öfgasinni banaði ungu fólki í skotárás á Útey og moskan al-Noor í Bærum hefur líka orðið skotskífa hryðjuverka.   

Það sem ég vona að við fáum út úr The Nordic Capital Code of Action er ákveðin verkfæri og þekking frá gríðarlega öflugu samstarfsneti hér á Norðurlöndum

Cecilia Lonning-Skovgaard, borgarstjóri í Kaupmannahöfn

Samstarf á fleiri sviðum

Nordic Capital Code á að stuðla að því að koma í veg fyrir og stöðva að svona hörmulegir atburðir eigi sér stað í framtíðinni. Nordic Capital Code tekur til aðgerða sem hafa að markmiði að:

  • Draga úr hótunum, ótta og hatri á netinu
  • Styrkja almenning gagnvart falsfréttum
  • Styrkja ungt fólk í aðlögun
  • Byggja upp og víkka út bandalög um safe city á hverjum stað

Þegar allt kemur saman eiga aðgerðirnar að stuðla að öruggum borgum á Norðurlöndum. Borgastjóri Stokkhólms, Anna König Jerlemyr, hefur metnaðarfullar hugmyndir um samstarfið. Hún vonar að næst þegar hún hittir norrænu borgarstjórana í tengslum við Nordic Safe City muni til dæmis vera orðnar til fleiri norrænar exit-áætlanir, þ.e. aðstoð við fólk sem vill segja skilið við ofbeldis- og ofstækishópa, og almennt aukið samstarf gegn misskiptingu.    

Norræna ráðherranefndin stofnaði Nordic Safe City

Ekki aðeins höfuðborgirnar starfa saman til að auka öryggi í borgum og bæjum. Norræna ráðherranefndin átti árið 2016 frumkvæði að Nordic Safe City sem framkvæmdatjórinn Paula Lehtomäki lýsir svona:


„Nordic Safe City er einstakur vettvangur sem hjálpar og eykur öryggi í norrænum borgum og bæjum og meðal íbúa þeirra. Þetta er vettvangur sem Norræna ráðherranefndin er stolt af að hafa átt frumkvæði að og stofnað til.
Á þessum vettvangi hafa meira en 1000 fagaðilar frá meira en 30 borgum og bæjum starfað saman og skipst á þekkingu og dæmum um góða starfshætti frá öllum Norðurlöndum. Þessu verður haldið áfram en frá árinu 2020 stendur Nordic Safe City á eigin fótum og starfar þaðan í frá sem félagasamtök.“   

Nordic Safe City er einstakur vettvangur sem hjálpar og eykur öryggi í norrænum borgum og bæjum og meðal íbúa þeirra. Þetta er vettvangur sem Norræna ráðherranefndin er stolt af að hafa átt frumkvæði að og stofnað til

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar