Auglýsing um styrki norræns samstarfs um vinnuvernd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til rannsókna á vinnuvernd og brotastarfsemi á vinnumarkaði

15.12.23 | Fjármögnunarmöguleiki
Norrænt samstarf um vinnuvernd sækist eftir aukinni þekkingu á sambandi brotastarfsemi á vinnustöðum og vinnuverndar og einnig hvaða aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnustöðum geti bætt vinnuvernd. Markmiðið er einnig að auka almennt samfélagsvitund um brotastarfsemi á vinnustöðum og vinnuvernd.

Upplýsingar

Flokker
Kall eftir tillögum
Deadline
Fim, 15/02/2024 - 15:00
External organization
Norræna vinnuverndarnefndin
Financial framework
1.150.000 DKK
Countries
Noregur
Danmörk
Finnland
Ísland
Svíþjóð
Álandseyjar
Færeyjar
Grænland
Samíska tungumálasvæðið

Forsendur

Brotastarfsemi á vinnumarkaði er flókið félagslegt vandamál sem á sér stað í mörgum atvinnugreinum. Þetta á meðal annars við um flutninga- og byggingageirann þar sem brotastarfsemi á vinnumarkaði eykur hættu á vinnuslysum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði getur einnig skapað annars konar hættu, til dæmis í ræstingum og fegrunargeiranum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði ógnar vinnuvernd, óháð því um hvaða atvinnugrein er að ræða. Þetta á ekki síst við þegar um er að ræða erlent vinnuafl.

Aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði er pólitískt forgangsmál á öllum Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin á samstarf við Eystrasaltsríkin um að vinna sérstaklega gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Samstarfið hefur leitt til þess að að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir misnotkun á launafólki sem felst í vísvitandi brotum á vinnuverndarlögum.

Auglýsing um verkefni

Norræna vinnuverndarnefndin sækist eftir rannsóknum sem leiða til aukinnar þekkingar og raunhæfra leiðbeininga og lausna sem sérfræðingar og eftirlitsaðilar á sviði vinnuverndar geta nýtt til að taka á vinnuverndarvanda sem fellur undir brotastarfsemi á vinnumarkaði í framtíðinni.

Rannsóknin verður að:

  1. Auka þekkingu á sambandi brotastarfsemi á vinnumarkaði, vinnuverndar og áhættu í vinnuverndarmálum.
  2. Auka þekkingu á því hvaða aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði bæta vinnuvernd.
  3. Auka vitund um brotastarfsemi á vinnumarkaði og vinnuvernd með fræðslu og betri þekkingu í öllu samfélaginu.

Verkefninu er ætlað að:

  • koma í veg fyrir brot á vinnuverndarlögum,
  • byggja upp þekkingu sem gagnast eftirlitsaðilum á sviði vinnuverndar í baráttunni gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði,
  • stuðla að því að komið verði í veg fyrir slys og heilsuspillandi vinnuumhverfi sem rekja má til brotastarfsemi á vinnumarkaði í öllum atvinnugreinum þar sem það á við.

Hver getur sótt um

Gert er ráð fyrir að umsækjandi sé opinber eða einkarekin rannsóknarstofnun á Norðurlöndum sem getur sýnt fram á þekkingu innan þess ramma sem um ræðir í þessari auglýsingu um verkefni.

Tímaáætlun og fjármögnun

Áætlaðar hafa verið 1.150.000 DKK sem dreifast til viðeigandi verkefna. Verkefni mega standa lengur en eitt ár en skal vera lokið fyrir árslok 2025. Öllu fénu verður úthlutað 2024 og ætlast er til að verkefnum verði lokið með því fjármagni.

Forsendur umsókna

Norræna vinnuverndarnefndin metur umsóknir og vinnur tillögu til embættismannanefndarinnar um vinnumál (EK-A) sem tekur ákvörðun um styrkveitingarnar.

Til þess að umsókn sé tekin til greina þarf að sýna fram á að eigi færri en þrjú norræn lönd eða tvö norræn lönd og eigi færri en eitt utan Norðurlanda taki virkan þátt í verkefninu.

Nefndin metur umsóknir út frá vægi verkefnisins innan þess ramma sem getið er í auglýsingunni, varðandi faglegt innihald, nýmæli verkefnisins, norrænt notagildi og faglega hæfni verkefnahópsins.

Auk þess er metið hvort líklegt þyki að hægt verði að ljúka verkefninu innan áætlaðs tíma- og fjárhagsramma.

Í umsókninni skal gera grein fyrir starfs- og tímaáætlun verkefnisins og hvernig styrkfénu verði varið.

Umsóknarfrestur

Umsóknir skal senda til Gro Synnøve Rygh Færevåg nefndarritara á netfangið gro.synnove.faerevag@arbeidstilsynet.no í síðasta lagi 15. febrúar 2023 kl. 15.00.  

Umsóknin telst ekki mótttekin fyrr en umsækjanda hefur borist staðfesting frá nefndarritara.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út eru ekki teknar til greina.