Samstarfsáætlanir Norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumál (MR-A)

Í samstarfáætlun MR-A 2022-2024 birtast stefnumarkandi áherslur formlegs samstarfs norrænu ríkisstjórnanna á sviði vinnumála. Samstarfsáætlunin er gerð út frá Framtíðarsýn okkar fyrir 2030 og þremur stefnumarkandi áherslusviðum hennar um að skapa græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Sérstök áhersla er á langtímaáskoranir vegna loftslagsógnar, aukinnar stafvæðingar og tækniþróunar. Auk þess leiddi kórónuveirufaraldurinn til erfiðleika og breytinga fyrir alla. Þegar umskipti eiga sér stað um allan heim skiptir máli að Norðurlöndin séu viðbúin og gegni virku hlutverki í mótun vinnumála til framtíðar.

Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í vinnumálum 2022-2024

Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn norræns samstarfs. Fjölmennur og hæfur hópur vinnandi fólks er helsta auðlind okkar og grundvöllur þess að norrænn vinnumarkaður sé samkeppnishæfur og norræn velferðarsamfélög þróist. Þess vegna á samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í vinnumálum (MR-A) að styrkja þróun, þekkingu og bestu starfsvenjur vegna sameiginlegra áskorana á vinnumarkaði á Norðurlöndum. Metnaður stendur til þess að til verði lausnir, kynningar og aðgerðir sem styðja þróun stefnumörkunar í hverju landi fyrir sig.

Hér má nálgast samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í vinnumálum 2022–2024: