Bættu heilsu jarðarinnar með mataræðinu!

Tomater i skål
Ljósmyndari
Elaine Casap / Unsplash.com
Hversu margar tegundir borðaðir þú í kvöldmat í gær? Líklega allt of fáar. Vissir þú að þrjár tegundir - hveiti, maís og hrísgrjón - standa undir nærri helmingnum af hitaeiningaþörf heimsins? Svona einhæf ræktun gerir stöðu okkar viðkvæma.

Ef hveitiræktun heimsins verður fyrir skakkaföllum er hætt við að þúsundir manna muni svelta. 

Lán okkar Norðurlandabúa er að norrænn margbreytileiki er varðveittur á Skáni í Svíþjóð þar sem geymd eru 33.000 fræsýni. Fræin eru fjársjóður sem getur bæði stuðlað að þróun nýrra hveitiafbrigða og að því að taka aftur upp ræktun plöntutegunda sem hafa fallið í gleymsku. Þrátt fyrir að í heiminum séu næstum 30.000 ætar plöntutegundir þá eru aðeins 170 tegundir ræktaðar í atvinnuskyni. Á stórum ökrum þar sem það sama er ræktað ferkílómetrum saman er ekki fyrir hendi nein náttúruleg mótstaða gegn sjúkdómum og meindýrum.

Við verðum að breyta því hvernig við ræktum og borðum til þess að gera landbúnaðinn sjálfbærari.

Á vegum norræna samstarfsins eru um 500 plöntutegundir varðveittar í frysti á Svalbarða og í Alnarp í Svíþjóð. Alls eru þetta 33.000 fræsýni mismunandi afbrigða þessara tegunda.  

Hér er einnig einnig varðveitt áhugavert gleymt bragð. Kál með gagnlegum andoxunarefnum og sætir tómatar sem hafa verið aðlagaðir að norrænu loftslagi.

Fjölbreytni fræja og gena þeirra skiptir sköpum til þess að unnt sé að þróa tegundirnar okkar þannig að þær þoli hlýrra og rakara loftslag þar sem öfgaveður er algengara, fleiri plöntusjúkdómar og ný meindýr - sem við verðum að venja okkur við.

Staðreyndir:

  • Missir á genetískum margbreytileika villtra tegunda dregur úr tækifærum ræktaðra tegunda til þess að aðlaga sig loftslagsbreytingum og sjúkdómum framtíðarinnar.  
  • Norrænn margbreytileiki ræktaðra tegunda er varðveittur á Skáni í Svíþjóð í 33.000 fræsýnum, auk þess sem er varaforði á Svalbarða.

Þetta getur þú gert:

  • Eflum líffræðilega fjölbreytni og loftslagið með því að borða tegundir sem vaxa í umhverfi okkar. Vaxtarprótín plantna sem hægt er að rækta á Norðurlöndum efla líffræðilega fjölbreytni ræktunar og draga úr líkum á hnignun annars staðar í heiminum.
  • Borðaðu fjölbreytilegri mat, hvers vegna ekki að kaupa rófur og hnúðkál í staðinn fyrir pasta næst þegar þú kaupir í matinn?
  • Ertu með garð eða svalir? Ræktaðu þín eigin matvæli og veldu gamlar hefðbundnar tegundir til þess að koma í veg fyrir að þær hverfi.
  • Kauptu mjólk, ost og kjöt frá nærliggjandi býlum og af gömlum afbriðgum húsdýra sem bíta gras í haga og á engjum. Þetta stuðlar að viðhaldi þeirrar líffræðilegu fjölbreytni sem þau eru sjálf hluti af og eykur einnig kolefnisupptöku jarðvegarins.