Um The Nordic-Baltic Veterinary Contingency Group (N-B VCG)

The Nordic-Baltic Veterinary Contingency Group (N-B VCG) er verkefni sem heyrir undir norræna vinnuhópinn um örverufræði, dýraheilsu og dýravernd ((NMDD) og hefur staðið síðan 2006. Meginmarkmið verkefnisins er að auka samstarf og samskipti ásamt því að skiptast á upplýsingum og reynslu milli stjórnvalda sem fara með málefni dýra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum varðandi viðbragðsáætlanir í tengslum við hættu sem skapast vegna smitandi dýrasjúkdóma.

Í samræmi við þessi markmið hefur hópurinn skipulagt allnokkra viðburði, þar á meðal málþing og málstofur, sérfræðingafundi og viðbragðsæfingar. Æfingarnar hafa tekið til viðbragða við efnahagslega mikilvægum framandi sjúkdómum svo sem gin og klaufaveiki, afrískri svínaflensu (African swine fever), Nílarsótt (West Nile fever), blátungu (Bluetongue), veirublæði í silungi (Viral Hemorrhagic Septicemia) og afrískrar hrossasóttar (African Horse Sickness).

Helstu viðburðir 2019

The Nordic Baltic Veterinary Contingency Group hefur á árinu 2019 skipulagt eftrfarandi viðburði:

  • Lítil ráðstefna sem haldin verður í Tallin í Eistlandi 8. – 9. maí. Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig fara skal með hliðarafurðir frá dýrum og aðrar afurðir þegar upp koma alvarlegir smitsjúkdómar.
  • Norræn-baltnesk æfing í viðbrögðum við gin- og klaufaveiki. Gert er ráð fyrir að æfingin verði haldin í Litháen í haust.

Útgáfur á vegum N-BVCG, 2014 – 2018

Formaður Nordic-Baltic Veterinary Contingency Group árin 2018 – 2019

Dr. Siri Margrete Løtvedt

matvælastofnun Noregs

Netfang: simlo@mattilsynet.no

Tengiliður