Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020

16.06.20 | Fréttir
Musikpriset 2020

Skärmdump från video ”Chernobyl” med musik av Hildur Guðnadóttir, nominerad till Nordiska rådets musikpris 2020

Ljósmyndari
norden.org

Skjáskot frá flutningi á „Chernobyl“ eftir Hildi Guðnadóttur sem tilnefnd er til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir listrænt gildi sitt. Á meðal tilnefninganna eru poppplötur, kvikmyndatónlist, sinfóníur og konsertar sem eiga rætur í tónlist frá þremur kynslóðum. Tilkynnt var um tilnefningarnar í beinu streymi frá Lundúnum og Kaupmannahöfn þann 16. júní.

Kynnar voru breski blaðamaðurinn Andrew Mellor og tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir, fyrrum handhafi verðlaunanna, og í útsendingunni báru þau lof á hin tilnefndu, sem endurspegla breitt svið norrænnar tónlistar.

„Það hefur verið heiður að fá að kynna sér verkin sem tilnefnd eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þau spanna allt frá poppplötum og kvikmyndatónlist til sinfóníuverka og konserta og eru unnin úr tónlist þriggja kynslóða. Það sem sameinar verkin tólf er tæknilegur agi og knýjandi þörf fyrir tjáningu í gegnum tónlist. Öll tólf verðskulda þau að fá víðtæka hlustun og við vonumst til að geta stuðlað að því með þessari útsendingu,“ segir Andrew Mellor tónlistarblaðamaður.

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Grænland

Ísland

Noregur

Svíþjóð

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verkin tólf til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Verðlaunin verða veitt þann 27. október (uppfært 15. október)

Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráð verður kynntur þann 27. október í sérstökum sjónvarpsþætti sem verður sendur út á öllum Norðurlöndum. COVID-19 kom í veg fyrir afhendingu verðlaunanna á Íslandi en þess í stað verður stafræn verðlaunahátíð haldin þegar tilkynnt verður hverjir hljóta hin fimm verðlaun Norðurlandaráðs.. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.  Í ár renna verðlaunin til tónskálds.

Misstirðu af útsendingunni eða viltu deila henni með vinum þínum?

Hér eru tenglarnir sem þú þarft: