Hér eru tilnefningarnar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020

08.09.20 | Fréttir
Nordisk skovbund

Michaela / Unsplash

Ljósmyndari
Michaela / Unsplash
Býflugnaræktandi, samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum, ferðaskrifstofa og loftslagssérfræðingur eru á meðal þeirra sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Margt er hægt að gera í þágu aukinnar líffræðilegrar fjölbreytni.

Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða velferðar og grundvöllur tilveru okkar. Og útlitið er ekki gott. Ein af hverjum átta dýra- eða plöntutegundum á jörðinni er í hættu á útrýmingu. Þess vegna renna umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár til einhvers sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til verndar fjölbreytileika í náttúrunni.

Að sögn Elvu Rakelar Jónsdóttur, formanns dómnefndar, var valið ekki auðvelt: „Við fengum fleiri tillögur að tilnefningum en vanalega og valið var erfitt. Norðurlönd búa svo vel að eiga mikið af einstaklingum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum sem fást við líffræðilega fjölbreytni og það var skemmtilegt að kynna sér tillögurnar sem bárust í ár. Við teljum okkur hafa tínt til framsæknustu umhverfisverkefnin og verkefni sem eru mikils virði heima fyrir og eiga góða möguleika á „útflutningi“ og að dreifast víðar um heiminn.“

Vegna COVID-19-faraldursins var tilkynnt um tilnefningarnar á netinu en ekki á lýðræðishátíðinni LÝSU/Fundi fólksins líkt og undanfarin ár.

Þema umhverfisverðlaunanna í ár endurspeglar og styður við 14. og 15. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um líf í hafi og á landi

 

Tilkynnt verður um verðlaunahafann 27. október 2020.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020:

Viltu vita meira um líffræðilega fjölbreytni?

Um umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1995 og markmiðið með þeim er að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndum. Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020 er líffræðileg fjölbreytni. Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem öðrum til eftirbreytni hefur tekist að samþætta umhverfissjónarmið starfsemi sinni eða framtaki eða á annan hátt lyft grettistaki í þágu umhverfisverndar. Verðlaunahafinn hlýtur að launum 350.000 danskar krónur.