Norðurlandaráð vill aukið samstarf um utanríkismál

01.11.17 | Fréttir
Bertel Haarder
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/Norden.org
Norðurlandaráð vill að norrænu löndin efli samstarf sitt um utanríkis-, varnar- og öryggismál. Þetta kemur fram í nýrri stefnu Norðurlandaráðs í alþjóðamálum sem samþykkt var á þinginu í Helsinki þann 1. nóvember.

Í stefnunni, sem nær yfir tímabilð 2018–2022, hvetur ráðið norrænu ríkisstjórnirnar til að nýta sér í auknum mæli þau tækifæri sem felast í norrænu samstarfi, þrátt fyrir mismunandi aðild landanna að bandalögum.

„Saman gegnum við mikilvægu stefnumarkandi hlutverki í hernaðar- og öryggismálum. Norrænt samstarf í varnarmálum ógnar engum, en stuðlar að stöðugleika og öryggi á svæðinu,“ segir í stefnunni.

Norðurlandaráð vill að Norðurlönd haldi áfram starfi sínu að sáttamiðlun og borgaralegri hættustjórnun og vinni að því að lýðræði, réttarríki, jafnræði og mannréttindi standi alltaf ofarlega á alþjóðlegri dagskrá.

Í stefnunni segir einnig að reynslan sýni að þegar Norðurlöndin hafi með sér samráð fyrir fundi á alþjóðavettvangi geti þau haft mikil og oft úrslitaáhrif. Undirbúningsfundir og samráð eigi að vera regla fremur en undantekning.

Stoltur forseti

Forseti Norðurlandaráðs, Britt Lundberg, er stolt af skjalinu og segir það vísa veginn í alþjóðlegu starfi ráðsins með skýrum hætti.

„Í stefnunni leggjum við einnig fram nokkrar tillögur til ríkisstjórnanna. Norðurlandaráð hefur oft ljáð máls á mikilvægi þess að norræn sendiráð og sendistofur diplómata deili húsnæði. Auk þess að auka hagkvæmni í rekstri myndi þetta stuðla að faglegra samstarfi og efla norræna samkennd og sýnileika,“ sagði Lundberg.

Áhersla lögð á sameiginleg norræn gildi

Einnig vill Norðurlandaráð að Norðurlönd haldi áfram starfi sínu að sáttamiðlun og borgaralegri hættustjórnun og vinni að því að lýðræði, réttarríki, jafnræði og mannréttindi standi alltaf ofarlega á alþjóðlegri dagskrá.

Í stefnunni segir að Norðurlöndin séu brautryðjendur og í fararbroddi um sjálfbærnimarkmið SÞ. Vill ráðið vinna að því að sjálfbærnimarkmið SÞ fái aukna athygli „í tvíhliða samtölum okkar og á alþjóðavettvangi þar sem við tökum þátt“.

Þá vill Norðurlandaráð setja samstarf á grannsvæðunum í sérstakan forgang og telur Eystrasaltssvæðið, Norðurskautssvæðið og ESB hafa sérstöðu.

Tengiliður