Styrkir vegna norrænna jafnréttisverkefna

27.03.15 | Fréttir
Ert þú að skipuleggja verkefni með jafnréttispólitískt gildi og þar sem norrænt samstarf mun leika lykilhlutverk? Nú getur þú sótt um styrk úr styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norrænu jafnréttisráðherrarnir vilja efla norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma samstarfsáætlunar sinnar og forgangsmála hennar. Þeir hafa því komið á fót styrkjaáætlun fyrir aðgerðir og samstarf á sviði jafnréttismála á Norðurlöndum.

Markmiðið með styrkjaáætluninni er að efla norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma samstarfsáætlunar jafnréttisráðherranna og forgangsmála hennar.

Styrkir verða veittir verkefnum sem þykja hafa norrænt notagildi og vera líkleg til að skapa virðisauka á sviði jafnréttismála.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2015.

Nánari upplýsingar um styrkina og leiðbeiningar vegna umsókna eru á vefsvæði NIKK