Styrkir vegna norrænna jafnréttisverkefna
Norrænu jafnréttisráðherrarnir vilja efla norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma samstarfsáætlunar sinnar og forgangsmála hennar. Þeir hafa því komið á fót styrkjaáætlun fyrir aðgerðir og samstarf á sviði jafnréttismála á Norðurlöndum.
Markmiðið með styrkjaáætluninni er að efla norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma samstarfsáætlunar jafnréttisráðherranna og forgangsmála hennar.
Styrkir verða veittir verkefnum sem þykja hafa norrænt notagildi og vera líkleg til að skapa virðisauka á sviði jafnréttismála.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2015.
Nánari upplýsingar um styrkina og leiðbeiningar vegna umsókna eru á vefsvæði NIKK