Tólf verk tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Danmörk
- Vivian eftir Christinu Hesselholdt. Skáldsaga, Rosinante & Co, 2016.
- Erindring om kærligheden eftir Kirsten Thorup. Skáldsaga, Gyldendal, 2016.
Finnland
- Oneiron eftir Lauru Lindstedt. Skáldsaga, Teos, 2015.
- De tysta gatorna eftir Tomas Mikael Bäck. Ljóðabók, Schildts & Söderströms, 2016.
Færeyjar
Ísland
- Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Ljóðabók, Mál og menning, 2015.
- Og svo tjöllum við okkur í rallið. Bókin um Thor eftir Guðmund Andra Thorsson. Minningabók, JPV, 2015.
Noregur
- Arv og miljø eftir Vigdis Hjorth. Skáldsaga, Cappelen Damm, 2016.
- Termin. En fremstilling av vold i Norge eftir Henrik Nor-Hansen. Skáldsaga, Tiden Norsk Forlag, 2016.
Svíþjóð
- Djupa, kärlek, ingen. Dikter 1992-2015 eftir Ann Jäderlund. Ljóðasafn, Albert Bonniers förlag, 2016.
- Anteckningar om hö eftir Birgittu Lillpers. Ljóðabók, Wahlström & Widstrand, 2016.
Álandseyjar
Fræðist um og hittið hin tilnefndu
Síðar í dag gefst færi á að fræðast um hin tilnefndu verk á Nordiska museet í Stokkhólmi og hitta dönsku höfundana tvo, sem tilnefndir eru, á Kulturværftet á Helsingjaeyri.
- Hverjar eru bestu bækur Norðurlanda? (23. febrúar í Stokkhólmi)
- Hittið dönsku höfundana sem tilnefndir eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017 (23. febrúar, Helsingjaeyri)
Fulltrúar hvers lands í dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hafa tilnefnt verk frá sínu landi til verðlaunanna. Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður tilkynntur og verðlaunin afhent þann 1. nóvember í Finlandia-húsinu í Helsinki.