Spila myndskeið

Hér er að finna 35.000 fræ fyrir matvæli framtíðarinnar

Visnuðu hindberin þín í þurrki í sumar eða drukknuðu kartöflurnar í skýfalli? Í hundruðum frystihólfa í Alnarp á Skáni eru fræ allra mikilvægra norrænna nytjaplantna varðveitt. Fræin eru nýtt til þess að rækta upp nýjar tegundir sem þola veðuröfgar.

frø fra Nordgen
Hittu Bjarne

Hittu: Bjarne Jørnsgård

Á heima: Í Danmörku

Starf: Doktor hjá Christian Hansen Natural Colours

Heldur upp á norrænu samstarfi: Það veitir okkur tækifæri til að þróa betri framleiðslu.

Tilvitnun: „Það er mikilvægt að þróa náttúruleg litarefni fyrir matvæli.“

Bjarne Jørnsgård, Nordgen

Einnig á Norðurlöndum valda loftslagsbreytingar vanda í landbúnaði. Öfgaveður og meindýr geta leitt til lakari uppskeru. En þú vilt áfram eiga þess kost að borða góðan mat sem er ræktaður í nærumhverfinu! Á Norðurlöndunum hefur fjölbreytileiki tegunda verið varðveittur - í líki 35.000 frætegunda. Þau munu stuðla að því að hægt verði að rækta upp ný afbrigði sem munu standast þessar breyttu aðstæður.

„Það er mikilvægt að þróa náttúrleg litarefni til að nota í matvæli.“
Bjarne Jørnsgård, Ph D på Christian Hansen Natural Colours

Fróðleiksmolar

  • NordGen, Norræna erfðaauðlindastofnunin, er samnorrænn fræbanki og þekkingarmiðstöð fyrir erfðaauðlindir.
  • Breyttu loftslagi munu fylgja auknir þurrkar, rigningar og áður óþekktar tegundir meindýra. Það þýðir að við munum þurfa að þróa nýjar plöntutegundir. Fræsafnið í NordGen er forsenda þess starfs. 
  • NordGen hefur einnig umsjón með alþjóðlega fræbankanum á Svalbarða í Noregi, þar sem geymd eru sýni úr yfir 40 prósentum af fræsöfnum heimsins.
  • Norrænu löndin hafa átt samstarf um að varðveita erfðaauðlindir í meira en 30 ár. 

Vilt þú vita meira um hinn samnorræna fræbanka og þekkingarmiðstöð um erfðaauðlindir?

www.nordgen.org

Lestu fleiri sögur