Virho, samtök um vernd straumvatna – Finnland

Efterår, en bæk der strømmer
Ljósmyndari
Jouni Simola
Sjálfboðasamtök sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í þágu líffræðilegrar fjölbreytni.

Virho rf, samtök um vernd straumvatna, eru tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Virho rf, samtök um vernd straumvatna, eru tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Á þeim 30 árum sem samtökin hafa verið starfrækt hafa þau endurheimt mörg hundruð kílómetra af ám og lækjum í margs konar umhverfi. Markmið samtakanna er að efla líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna í straumvatni og má meðal annars má þakka Virho að áin Vanda er á ný orðin besta urriðaáin í Finnska flóa.

Starfsemin byggist að mestu á vinnu sjálfboðaliða. Í gegnum árin hafa mörg þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í endurheimtardögum og meðlimir samtakanna hafa komið að verkefnum þar sem rifnar hafa verið óþarfa stíflur og fiskistigum hefur verið komið upp.

Sjálf vinnan gagnast einnig við rannsóknarstörf og Virho tekur til að mynda saman upplýsingar um rannsóknarveiðar fyrir finnska gagnabankann um tilraunaveiðar. Jafnframt hefur starfsemi Virho mikinn snertiflöt við fræðslustarf og fer starfið fram í samvinnu við fyrirtæki og skóla. Störf Virho hafa skapað fordæmi um allt Finnland og orðið til þess að fleiri endurheimtardagar og -verkefni hafa farið fram.