Mogens Jensen nýr ráðherra norræns samstarfs í Danmörku

27.06.19 | Fréttir
Mogens Jensen taler i Stortinget ved Nordisk Råds Session 2018

Mogens Jensen taler i Stortinget ved Nordisk Råds Session 2018

Photographer
Johannes Jansson
Mogens Jensen úr danska Jafnaðarmannaflokknum var í dag skipaður ráðherra norræns samstarfs í Danmörku. Hann tekur við keflinu af Evu Kjer Hansen, sem hafði gegnt embættinu síðan í maí 2017.

Mikil ástríða fyrir Norðurlöndum

Með skipun Mogens Jensen fær Norræna ráðherranefndin samstarfsráðherra sem hefur hvorttveggja mikla ástríðu fyrir norrænu samstarfi og margþætta reynslu af því. Fram til þessa dags hefur Jensen verið fulltrúi í norrænu þekkingar- og menningarnefndinni í Norðurlandaráði. Auk þess hefur hann verið landsformaður Norræna félagsins í Danmörku frá 2015.  
 

Fullt erindi

Auk sinna nýju skyldna sem norrænn samstarfsráðherra verður Mogens Jensen einnig ráðherra matvæla, landbúnaðar og jafnréttismála. Allt eru þetta svið sem Norræna ráðherranefndin á í samstarfi á. Sjálfbærni, málefnum hafsins og jafnréttismálum er gert hátt undir höfði í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Á næsta ári tekur Danmörk við formennskunni. Því má segja að hinn nýi danski samstarfsráðherra eigi fullt erindi í embættið, bæði nú og í framtíðinni.     
 

Mikil reynsla af stjórnmálum 

Mogens Jensen hefur áður gegnt embætti viðskipta- og þróunarmálaráðherra. Hann hefur verið meðlimur Jafnaðarmannaflokksins síðan 1980. Áður var hann meðal annars virkur í ungliðahreyfingu jafnaðarmanna í Danmörku. Sú dýrmæta þekking sem þessi reynslumikli maður hefur aflað í störfum sínum á norrænum vettvangi og á löngum ferli í dönskum stjórnmálum mun svo sannarlega koma að góðum notum fyrir norrænt samstarf.