Nú er hægt að sækja um styrki vegna samstarfsverkefna milli Norðurlanda og Québec

Samstarfið við fylkisstjórn Québec er reifað í samstarfsáætlun ráðherranefndarinnar um samstarf við nágranna Norðurlanda í vestri.
Fylkisstjórnin í Québec og Norræna ráðherranefndin undirrituðu þann 27. febrúar 2015 viljayfirlýsingu með því markmiði að efla þekkingu íbúanna á umræddum svæðum og koma á markvissu samstarfi milli hagsmunaaðila í Québec og á Norðurlöndum.
Á grundvelli þessarar yfirlýsingar hefur nú náðst samkomulag um að stofna sjóð sem hefur það markmið að styðja við samstarf milli Québec og Norðurlanda á sviðum menningar, samfélags, rannsókna og nýsköpunar. Einnig er hægt að sækja um ferðastyrki í tengslum við þróun verkefna.