Umræður um lög um þungunarrof í Færeyjum

14.04.21 | Fréttir
Landskap fra Færøyene
Photographer
Erik Christensen, Porkeri
Norræna velferðarnefndin í Norðurlandaráði hefur í þessari viku rætt um lög um þungunarrof og jafnrétti í Færeyjum. Nefndin tók þá ákvörðun að ræða málið aftur á næsta fundi og mun bjóða sérfræðingum á sviðinu og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna að fjalla nánar um málið.

„Mannréttindi og jafnrétti eru á meðal helstu viðfangsefna Norrænu velferðarnefndarinnar. Þegar Sameinuðu þjóðirnar gáfu nýlega út tilmæli um aðgang að þungunarrofi í Færeyjum var það nokkuð sem við tókum eftir og viljum fylgjast með. Réttur kvenna til forræðis yfir eigin líkama er grundvallarréttur sem Kvennasáttmáli SÞ verður að tryggja,“ segir Nina Sandberg, talsmaður jafnréttismála í Norrænu velferðarnefndinni.

Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Á fundi velferðarnefndarinnar kom fram að Færeyjar hafa samþykkt Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW). Við síðustu skoðun sáttmálans sem gefin var út 8. mars 2021 var niðurstaðan að Færeyjar uppfylla ekki skyldur sínar varðandi aðgang kvenna að þungunarrofi. Á þessum grundvelli leggur CEDAW-nefndin til að lögum um þungunarrof verði breytt í Færeyjum.

Bente Stein Mathisen er ordførende i udvalget for Velfærd i Norden. Billedet er fra Nordisk Råd session 2019 i Stockholm. 

Bente Stein Mathisen er ordførende i udvalget for Velfærd i Norden. Billedet er fra Nordisk Råd session 2019 i Stockholm. 

Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org

Við berum virðingu fyrir sjálfstjórn Færeyja en hvetjum Færeyjar samtímis til að gera breytingar á lögunum til að þau samræmist skuldbindingum landsins samkvæmt Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Bente Stein Mathisen

Næstu skref

„Nefndin hefur áhyggjur af rétti færeyskra kvenna til að taka sjálfar ákvarðanir um þungunarrof. Þessi umræða verður að fara fram í færeysku samfélagi. Við berum virðingu fyrir sjálfstjórn Færeyja en hvetjum Færeyjar samtímis til að gera breytingar á lögunum til að þau samræmist skuldbindingum landsins samkvæmt Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir nefndarformaðurinn Bente Stein Mathisen. Norræna velferðarnefndin vill fylgja þessu máli eftir og á næsta fundi mun hún bjóða sérfræðingum og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna að ræða málið frekar.