Fyrirtæki á Íslandi

Energiakademiet - Danmark
Ljósmyndari
norden.org
Hér finnur þú upplýsingar um stofnun fyrirtækis á Íslandi, mannaráðningar, sölu og verlsun.

Á Norden Business er hægt að finna upplýsingar um hvernig þú hefur atvinnurekstur á Norðurlöndum. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um að selja eða versla með vörur á markaði annars staðar á Norðurlöndum. Einnig er hægt að lesa um hvernig hægt er að ráða samstarfsfólk þvert á landamæri Norrænu ríkjanna.

Á evrópsku vefgáttinni Your Europe er hægt að fá frekari upplýsingar um þær reglur sem hafa þarf í huga þegar stofna á fyrirtæki í öðru landi innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins.

Stofna fyrirtæki á Íslandi

Viljir þú stofna fyrirtæki á Íslandi, er hægt að fá upplýsingar um stofnun fyrirtækis, mannaráðningar og fleira hjá mismunandi stofnunum. Hægt er að á nákvæmar upplýsingar um hvernig þú átt að skipuleggja stofnun fyrirtækisins, hvernig þú átt að velja rekstrarform, nafn á fyrirtækið, viðskiptaáætlun og hvernig þú skrárir fyrirtækið þitt.

Hægt er að finna upplýsingar um hvernig stofna eigi fyrirtæki á Íslandi hjá Ríkisskattstjóra.

Íslensk fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum

Íslensk fyrirtæki sem stefna á að opna útibú eða vera í viðskiptum við útlönd geta fengið aðstoð hjá Íslandsstofu.

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningu varðandi stofnun fyrirtækis á Íslandi hafðu þá samband við Ríkisskattstjóra.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna