Félagsskapur óskast fyrir mest einmana hval í heimi

Vitað er að Eystrasaltshnísan fer um allt suðursvæði Eystrasalts, frá Borgundarhólmi til skerjagarðsins við Stokkhólm. En að henni steðjar bráð ógn.
Hnísan berst við eiturefni í umhverfinu (díoxín í síld og þorski) og neðansjávarhávaða af mannavöldum í einu mengaðasta hafi heims - Eystrasalti.
Eins og annars staðar í heiminum getur lífríki sjávar á Norðurlöndum þurft að mæta miklum og hröðum breytingum.
Ofauðgun, ofveiði og losun eiturefna eru stærstu ógnirnar við líffræðilega fjölbreytni.
Botnvörpuveiðar er sú einstaka ógn sem hefur áhrif á flestar tegundir í sænskum höfum, samkvæmt sænska válístanum.
Við mannfólkið nýtum á heimsvísu gríðarlegt magn af auðlindum hafsins dag hvern. Fiskur og skeldýr, sandur og steinefni, þang og salt.
Mörg samfélög eru beinlínis háð auðlindum hafsins til þess að fá mat á borðið. Þannig er það líka á Norðurlöndum.
Á Grænlandi er fiskur það sem haft er í matinn og hagkerfi sjávar skiptir öll norrænu ríkin máli.
Staðreyndir:
- Ofveiði er stunduð á þriðja hverjum fiskistofni heims samkvæmt rannsóknarnefnd SÞ um líffræðilega fjölbreytni.
- Þrír milljarðar manna um allan heim eru háðir lífríki hafsins afkomu sinnar vegna!
Þetta getur þú gert:
- Ekki henda plasti í sjóinn!
- Vandaðu valið á þeim fiski sem þú kaupir!
- Gættu vel að strandsvæðum - hlutverk þeirra er að vera sía milli lands og sjávar.