Formennska Norrænu ráðherranefndarinnar 2023

Hálifoss, Island
Photographer
Business Iceland
Friður gegnir lykilhlutverki í formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina, ásamt metnaði til að Norðurlöndin verði græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær.

Í formennskutíð sinni hyggjast Íslendingar styrkja norrænt samstarf og varpa ljósi á Norðurlönd sem kyndilbera friðar. 

Friður er forsenda velferðar, mannréttinda og umhverfisverndar og skiptir þannig jafnframt höfuðmáli fyrir áframhaldandi starf að hinni samnorrænu framtíðarsýn fyrir árið 2030 um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd.

Ísland undirstrikar mikilvægi þess með því að leggja áherslu á samstarf milli friðarsetra og rannsóknarstofnana á Norðurlöndum. Með því að byggja á þekkingu þeirra geta Norðurlönd orðið boðberar alþjóðlegra samninga, friðar og afvopnunar. Auk þess hyggst formennska Íslands  halda alþjóðlega ráðstefnu í Reykjavík.

Réttlát græn umskipti

Réttlát græn umskipti eru í brennidepli í formennskuáætlun Íslands. Lögð verður áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins. Önnur áherslumál eru:   

  • Jafnrétti og réttindi með áherslu á trans og intersex fólks
  • Jöfn tækifæri til þátttöku á vinnumarkaði
  • Styrking og þróun menningar- og listalífs 
  • Sameiginleg norræn stefna um stafræna máltækni
  • Áhersla á vestnorrænt samstarf á formennskutímanum