Upphaf: Svona ferðu að því að hefja norrænt verkefni

Hér er að finna upplýsingar og skjöl sem þarf vegna umsóknar um verkefnastyrki frá Norrænu ráðherranefndinni. Einnig eru hér upplýsingar um hvernig fjármagnið er greitt út þegar styrkur hefur verið veittur.

Til þess að fá fjárhagslegan stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni skal fylla út eyðublaðið fyrir verkefnalýsingu og gera grein fyrir fjárhagsáætlun.

Við getum ekki tekið við beinum umsóknum. Öll verkefni eru unnin eftir pólitískar umræður í ráðherranefndum eða embættismannanefndum. Úthlutun er ákvörðuð af nefndunum eða á grundvelli umsóknarkerfis og auglýsinga.

Verkefnalýsing

Verkefnalýsingin á að innihalda lýsingu á tilgangi og markmiðum verkefnisins. Einnig skal gera grein fyrir því hvernig verkefnið uppfyllir skilyrði Norrænu ráðherranefndarinnar um styrki.

Aftast í skjalinu er að finna leiðarvísi um hvernig fylla á lýsinguna út ásamt aðstoð við uppsetningu og pólitískum áherslusviðum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Fjárhagsáætlun

Einnig er ætlast til að fyllt sé út fjárhagsáætlun sem fylgiskjal með verkefnalýsingunni. Skjalið inniheldur þrjá flipa sem alla þarf að fylla út: Fjárhagsáætlun, athugasemdir um fjárhagsáætlun og yfirlit yfir fjárhagsáætlun. Athugið að fylla skal fjárhagsáætlunina út og gera grein fyrir henni síðar í dönskum krónum (DKK). Nánari upplýsingar má finna í skjalinu með leiðbeiningum um fjárhagsáætlun og rekstur hér að neðan.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Staðalskilmálar fyrir verkefnasamninga Norrænu ráðherranefndarinnar

Í staðalskilmálum sem fylgja öllum samningum má lesa nánar um ábyrgð, skyldur og réttindi stjórnsýslustofnunarinnar. Einnig kemur fram hvaða kröfur eigi við um greinargerð og endurskoðun ásamt þeim skilmálum sem gilda um vanrækslu eða ágreiningsmál.

Áætlunarlýsing

Sé um að ræða fleiri en eitt verkefni sem tengjast og hafa sameiginlegt markmið getur komið til álita að safna þeim saman í eina áætlun og sækja um styrk.

Áætlunarlýsingin á að innihalda lýsingu á tilgangi og markmiðum áætlunarinnar. Einnig skal lýsa því með hvaða hætti áætlunin uppfyllir skilmála Norrænu ráðherranefndarinnar um styrki.

Skjal á skandinavísku:

Skjal á ensku:

Næsta skref

Þegar styrkumsókn hefur verið samþykkt og verkefnalýsing og fjárhagsáætlun hefur verið fyllt út stofnar tengiliður þinn á skrifstofunni aðgang fyrir þig. Tengil, leiðarvísi fyrir framgang verkefnis og handbók um verkefnagáttina má nálgast hér: