Bakdyr að COP28: Allir hliðarviðburðir í norræna skálanum í beinu streymi

01.12.23 | Fréttir
fathi birol cop27

Fatih Birol fra IEA i den nordiske pavillon på COP27.

Photographer
Andreas Omvik

Fathi Birol, forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) í norræna skálanum á COP27.

Það eina sem þú þarft til að taka þátt í COP28 er traust nettenging. Allir hliðarviðburðir í norræna skálanum verða í beinu streymi á norden.org.

Þéttskipuð dagskrá í tíu daga

Frá 1.–11. desember verða haldnir yfir 70 viðburðir í norræna skálanum á COP28 á vegum norræns samstarfs. 

Þú getur setið á skrifstofunni og fylgst með þegar stjórnmálamenn, ungt fólk, forystufólk fyrirtækja, aðgerðasinnar og færustu vísindamenn heims koma saman í norræna skálanum til þess að ræða lausnir við stærstu loftslagsáskorunum samtímans: Hvernig tryggjum við að kolefnishlutlaust samfélag verði jafnframt betra samfélag fyrir fleiri?