Hér eru ákvarðanirnar frá fundi Norðurlandaráðs í Malmö

Árlegu þemaþingi Norðurlandaráðs lauk með atkvæðagreiðslu um þær tíu tillögur og nefndarálit sem borist höfðu frá hinum fimm nefndum ráðsins. Mikil samstaða var meðal þingmanna ráðsins um að endurskoða beri stefnu til að koma í veg fyrir smygl á hundum, að rafræn ökuskírteini verði viðurkennd og að tekin verði upp samnorræn stefna til að sporna við stafrænu ofbeldi og hótunum. Hins vegar náðist ekki samstaða um lokadagsetningu fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum þrátt fyrir miklar umræður. Þá var tillaga um að taka upp norrænan menningarkanón sömuleiðis felld.
Nánari upplýsingar um tillögurnar og nefndarálitin
5.1. Forsætisnefndartillaga um almannavarnir á Norðurlöndum (A 1898/præsidiet)
Tillaga 5.1 var samþykkt.
Nefndarálit 6.1 var ekki samþykkt.
Nefndarálit 6.2 var dregið til baka.
Nefndarálit 7.1 var ekki samþykkt.
8.1. Nefndarálit um nefndartillögu um stafrænt ofbeldi og hótanir (A 1894/välfärd)
Nefndarálit 8.1 var samþykkt.
Nefndarálit 8.2 var samþykkt.
Nefndarálit 9.1 var samþykkt.
9.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um sjálfbæra vöruflutninga (A 1895/tillväxt)
Nefndarálit 9.2 var samþykkt.
9.3. Nefndarálit um þingmannatillögu um norrænar aðgerðir gegn smygli á hundum (A 1877/tillväxt)
Nefndarálit 9.3 var samþykkt.
9.4. Nefndarálit um þingmannatillögu um hrossarækt og hestamennsku á Norðurlöndum (A 1859/tillväxt)
Nefndarálit 9.4 var samþykkt.