Konur í stríði – eitt ár

24.02.23 | Fréttir
alt=""
Photographer
Elena Belevantseva Photography and Videography
Eitt ár er liðið frá upphafi stríðsins í Úkraínu. Af því tilefni gefur Norræna ráðherranefndin venjulegum konum, sem búa á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum en eru frá Úkraínu, Belarús og Rússlandi, orðið. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar fundið fyrir áhrifum stríðsins og reyna hver með sínum hætti að stuðla að friði.

Stríðið í Úkraínu setur áfram mark sitt á Evrópu og heiminn allan með óvissu, orkukreppu, flóttamannastraum og mannlegum harmleikjum. Afleiðingarnar sjást á öllum stigum samfélagsins. Ekki síst meðal venjulegs fólks, almennings. Það er fólkið sem við þurfum að hlusta á. Í gegnum sögur þess öðlumst við betri skilning hvert á öðru og þann skilning nýtum við til að rata réttu leiðina til friðar í framtíðinni.

Konur í stríði

„Það geisar stríð í Úkraínu. Fólk deyr, missir heimili sín, land sitt og sjálfsmynd. Við erum enn að reyna að skilja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll og hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir norrænu löndin og Eystrasaltslöndin,“ segir Olga Jóhannesson sem stendur á bak við heimildamyndaröðina „Women in War.“ Hún kýs að nota rödd sína í þeirri von að hún stuðli með því að friði og skilningi. Það sama gera konurnar sem taka þátt í heimildamyndaröðinni með henni:

  • Johanna-Maria Lehtme sem stofnaði frjáls félagasamtök sem koma sjúkragögnum mannúðaraðstoð á vígvöllinn og þau svæði sem verst hafa orðið úti í austurhluta Úkraínu. 
     
  • Olga Dragileva sem er blaðamaður og stjórnar umræðuþætti í sjónvarpi í Lettlandi. Hún hefur innsýn í áróðurinn sem er ríkjandi í fjölmiðlum.
  • Olga Gladchuk sem er gift úkraínskum manni. Þau búa í Svíþjóð ásamt ungum syni sínum.
  • Irina Nielsen sem er frá Moskvu en býr í Danmörku. Hún segir frá því hvernig það er að vera Rússi á Norðurlöndum á þessum tímum.

 

Grannsvæðasamstarf Norðurlanda

Norræna ráðherranefndin fjármagnar heimildamyndaröðina „Women in War“ með það fyrir augum að efla lýðræði og borgaralegt viðnám á Eystrasaltssvæðinu. Norræna ráðherranefndin styrkti nýlega 26 önnur verkefni í tengslum við grannsvæðasamstarf Norðurlanda. Þar má nefna samstarf blaðamanna/fjölmiðla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, verkefni í tengslum við börn og ungt fólk, sjálfbærniverkefni og aðlögun flóttafólks frá Úkraínu.