Norrænar lausnir á 23. loftslagsráðstefnu SÞ

11.10.17 | Fréttir
Nordic Solutions at COP23 theme photo
Ljósmyndari
Ricky John Molloy
Metnaðarfull áætlun í loftslagsmálum er mikilvægur þáttur í framfylgd Norðurlandanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Á 23. loftslagsráðstefnu SÞ sem fram fer dagana 6.–17. nóvember er boðið til umræðna í norræna skálanum um lausnir Norðurlandanna á hnattrænum loftslagsvanda.

Yfirskriftin í norræna skálanum er Nordic Solutions to Global Challenges en þar er vísað í heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Ræddar verða framkvæmanlegar og hagkvæmar lausnir sem hægt er að beita í stærri skala.

Einn þemadagur verður helgaður sjálfbærri neyslu og framleiðslu en sama mál mun bera á góma á norrænum þemadögunum um mat og lífhagkerfi. Annar dagur er tileinkaður norrænum orkulausnum enda eru orkumál sjálfsagt umræðuefni, einnig þegar rætt verður um sjálfbært borgarskipulag og byggðaþróun, norðurslóðir, fjármögnun og loftslagslöggjöf.

Norræna ráðherranefndin heldur utan um dagskrána og hana er að finna í heild sinni á slóðinni norden.org/cop23.

Lykilatriðin í beinni útsendingu

Dagskrá norræna skálans hefst á hverjum morgni með óformlegu samtali við norræna eða erlenda gesti en síðdegis er farið yfir þau mál sem hæst bar þann daginn með hliðsjón af yfirstandandi loftslagsviðræðum. Samtölin eru send út í beinni á Facebook Live.

Fylgist með Facebook-viðburðinum Nordic Climate Solutions at COP23. Fáið þar nýjustu fréttir um beinar útsendingar og takið þátt í umræðunni um #nordicsolutions á Twitter.