Öll starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar í Rússlandi verður stöðvuð

Frá árinu 1995 hefur Norræna ráðherranefndin átt samstarf við Rússland um verkefni á sviðum á borð við heilbrigðismál, loftslags- og umhverfismál, rannsóknir, blaðamennsku og fjölmiðlun. Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu ákváðu samstarfsráðherrarnir hinn 3. mars að gera hlé á samstarfinu við Rússland og Belarús þar til annað yrði ákveðið.
Fyrir hönd formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar tekur Anne Beathe Tvinnereim samstarfsráðherra ákvörðun Rússlands um að slíta samstarfinu til greina.