Samið við Hong Kong um skattaupplýsingar

22.08.14 | Fréttir
Norrænu ríkin hafa gert enn einn samninginn um upplýsingaskipti í skattamálum, í þetta sinn við Hong Kong, Kína. Þetta er fertugasti og fjórði samningur sinnar tegundar af hálfu Norðurlanda.

Síðan 2007 hefur fjöldi samninga verið gerður við fjármálamiðstöðvar víða um heim, sem liður í einstöku norrænu verkefni. Samningurinn við Hong Kong, sem er sá fertugasti og fjórði í röðinni, var undirritaður í íslenska sendiráðinu í París og gerir skattayfirvöldum á Norðurlöndunum og í Hong Kong kleift að afla sér upplýsinga um skattamál fyrirtækja og einstaklinga.

Fyrri samningar sem norrænu ríkin, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands, hafa gert við fjármálamiðstöð í Hong Kong eru fallnir úr gildi. Nýja samningnum tengist einnig fyrirhugaður tvísköttunarsamningur milli Finnlands og Hong Kong, sem mun innihalda ákvæði um upplýsingaskipti, og eru þær viðræður vel á veg komnar.

Í samningi Norðurlandanna og Hong Kong, Kína felst skuldbinding hlutaðeigandi ríkja til að mæta kröfum sem settar voru fram á Global Forum um að auka gagnsæi og upplýsingaskipti í skattamálum og beita sér gegn skattaundanskotum á heimsvísu.

Vegna ákvæða í stjórnarskrám er samningurinn tvíhliða og mun taka gildi þegar þjóðþing landanna hafa staðfest hann.