Þetta er nýr samstarfsráðherra Norðurlanda í Svíþjóð

21.10.22 | Fréttir
ny svensk samarbetsminister
Ljósmyndari
regeringen.se
Jessika Roswall er hinn nýi samstarfsráðherra Norðurlanda í Svíþjóð. Undir hana heyrir einnig ESB-samstarfið í hinni nýju hægristjórn í Svíþjóð.

„Nánara og öflugra norrænt samstarf skiptir mjög miklu máli þegar kemur að sameiginlegum áhrifum okkar innan ESB. Við norrænu löndin þurfum að nýta okkur hlutfallslega stærð okkar innan ESB og standa vörð um norræn gildi á borð við opin samfélög og frjálsa verslun,“ segir Jessika Roswall.

Norrænt samstarf lykillinn

Jessika Roswall verður í lykilhlutverki þegar Svíþjóð tekur við formennsku í ESB á næsta ári.

Hún mun þó að sögn hafa tíma fyrir norrænt samstarf.

„Norrænt samstarf er lykillinn að því að geta tekist á við sameiginlegar áskoranir landa okkar og íbúa þeirra. Á næstu árum þurfum við að leggja áherslu á málefni á borð við nýsköpun, græn umskipti og öryggismál.“

Starfaði sem lögmaður

Jessika Roswell situr á þingi fyrir Moderaterna og var áður formaður sveitarstjórnar Enköping og starfaði sem lögmaður áður en hún fór út í stjórnmál.

Hún var kjörin á sænska þingið árið 2010 og hefur átt sæti í ESB-nefnd þingsins í mörg ár.

Hún tekur við af Önnu Hallberg úr sænska jafnaðarmannaflokknum sem samstarfsráðherra Norðurlanda.

Norrænu samstarfsráðherrarnir hafa umsjón með pólitískri samhæfingu í norrænu samstarfi.