Þrettán bækur tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

26.03.14 | Fréttir
Göran Montan
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Dómnefnd nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur birt nöfn þeirra höfunda og verka sem tilnefnd eru til verðlaunanna árið 2014.

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna á miðvikudag.

Ákvörðunin um að stofna til verðlaunanna var tekin í fyrra af Norðurlandaráði í samstarfi við menningarmálaráðherra Norðurlanda. Þar með eru verðlaun Norðurlandaráðs orðin fimm og njóta þau öll mikillar virðingar.

Göran Montan, varaformaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs hélt ávarp þegar tilnefningarna voru kynntar í Bologna:

„Ég vona svo sannarlega að Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hjálpi til við að auka sýnileika norræns menningarsamstarfs en einkum vona ég þó að verðlaunin verði til þess að bæta lestrarkunnáttu barna á Norðurlöndum, í Evrópu og um allan heim. “

Eftirfarandi verk eru tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014:

Danmörk

Louis Jensen og Lilian Brøgger (myndir):Halli Hallo! Så er der nye firkantede historier (Hæ! Halló! Þá eru komnar nýjar ferkantaðar sögur)Gyldendal 2012.

Hanne KvistTo af alting (Tvennt af öllu) Gyldendal, 2013

Finnland

Annika Sandelin og Karoliina Pertamo (myndir):Råttan Bettan och masken Baudelaire. Babypoesi och vilda ramsor (Rottan Bettan og maðkurinn Baudelaire. Ungbarnakveðskapur og villtar þulur)Schildts & Söderströms 2013.

Ville Tietäväinen og Aino TietäväinenVain pahaa unta (Bara vondur draumur)WSOY 2013

Ísland

Andri Snær MagnasonTímakistanMál og menning 2013.

Lani YamamotoStína stórasængCrymogea 2013.

Noregur

Gro Dahle og Kaia Linnea Dahle Nyhus (myndir):Krigen (Stríðið)Cappelen Damm 2013.

Håkon Øvreås og Øyvind Torseter (myndir):BruneGyldendal 2013.

Svíþjóð

Eva LindströmOlli och MoAlfabeta Bokförlag 2012

Sofia NordinEn sekund i taget (Ein sekúnda í senn)Rabén & Sjögren 2013

Grænland

Kathrine Rosing og Nina Spore Kreutzmann (myndir)Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfraderhúfan)Milik Publishing 2012.

Færeyjar

Bárður OskarssonFlata kaninin (Flata kanínan)Bókadeildin 2011

Samíska tungumálasvæðið

Máret Ánne SaraIlmmiid Gaskkas (Milli heima)DAT 2013.