Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Áland
Verðlaunahafi verður tilkynntur 30. október
Nafn handhafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verður tilkynnt í Norsku óperunni þann 30. október 2018 þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum.
Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt verkum eftir núlifandi tónskáld og til stærri eða minni tónlistarhópa.
Um verðlaun Norðurlandaráðs
Norðurlandaráð veitir á hverju ári fimm verðlaun en þau eru á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, umhverfismála og barna- og unglingabókmennta. Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi á sviði umhverfismála um leið og veita framúrskarandi árangri á sviði lista og umhverfismála viðurkenningu. Verðlaunin eiga að vekja athygli á norrænu samstarfi.