Tíu tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Ég hef alltaf fylgst með Umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs af áhuga enda er þar iðulega um framsækin og fjölbreytt verkefni að ræða sem vísa okkur veginn til sjálfbærrar framtíðar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, kynnti verkefni hinna tíu tilnefndu hinn 7. september á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri. Katrín nefndi þýðingu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs:
„Ég hef alltaf fylgst með Umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs af áhuga enda er þar iðulega um framsækin og fjölbreytt verkefni að ræða sem vísa okkur veginn til sjálfbærrar framtíðar.“
Norræna dómnefndin hyggst með þema ársins verðlauna verkefni sem styðja sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 en 14. markmiðið tekur sérstaklega til lífsins í hafinu.
Danmörk
Finnland
Færeyjar
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð
Álandseyjar
Um Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur öðrum til eftirbreytni samþætt umhverfissjónarmið starfsemi sinni eða framtaki eða á annan hátt lyft grettistaki í þágu umhverfisins.
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru nú veitt í 24. sinn og verður vinningshafinn tilkynntur 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.
Í fyrra hlaut RePack frá Finnlandi umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir margnota umbúðir og skilakerfi fyrir vefverslanir.
Tengiliðir
Verkefnisstjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs er
Kristín Ingvarsdóttir
kristini@nordichouse.is
Gsm: +354 894-0626