Lystbækgaard, þar með verkefnið „VandreHyrde“ – Danmörk

Lystbækgaard
Photographer
Lystbækgaard
Hagnýt náttúruvernd á lyngi vöxnum heiðum við sjó, evrópskt menningarlandslag í útrýmingarhættu.

Lystbækgaard er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Lystbækgaard er tilnefndur vegna þess að býlið leggur fram stóran skerf til hagnýtrar náttúruverndar á lyngi vaxinni heiði sem er evrópskt menningarlandslag í útrýmingarhættu með því að beita á hana 1000 ám. Heiðalandslaginu er ógnað vegna þess að nýtingu þess hefur verið hætt og eftirlíking Lystbækaard á þeirri nýtingu heiðanna sem áður tíðkaðist með sinueldum og flökkuhjörðum getur að einhverju leyti endurskapað líffræðilega fjölbreytni heiðanna. Fé á beit bítur þær plöntur sem þarf að halda í skefjum, svo sem Rosa rugosa og skapar þannig rými fyrir sjaldgæfari plöntur og lífsskilyrði fyrir sveppi, skordýr, fugla og önnur dýr.

Á Lystbækgaard eru starfsnemar, smalanemar og ungt fólk sem er áhugasamt um að fræðast um náttúru og menningu heiðarinnar og miðlað er til allra markhópa, allt frá leikskólum og skólum til ferðamanna sem koma í rútum. Lystbækgaard hefur í 30 ár aðlagað og þróað norrænar kindur og geitur með þetta að markmiði og þróað og prófað aðferðir til að auka fjölbreytni landslagsins með því að flytja næturbeitarhólf og með stýrðum sinueldum á vorin.

Með þessu er búið til sjálfbært líkan sem hægt er að stækka og yfirfæra og felur í sér tækifæri til þess að auka líffræðilega fjölbreytni í útbreiddu menningarlandslagi sem er ógnað af ofvexti og stórtækum landbúnaði.

Lystbækgaard er í samstarfi víða um Norðurlönd, við Ísland, Noreg, Svíþjóð, Norður-Atlantshaf og Þýskaland og miðlar þekkingu og hvatningu til þess að skilja heiðina sem stórfenglegt menningarlandslag sem er ógnað, og náttúruna í kring.

Okkur er mikil ánægja að finna fyrir áhuga ungs fóks á að læra smalamennsku og sjá hvernig það kemst að því að norrænu kindurnar okkar eru lítil en stórkostleg nytjadýr.

Berit Kiilerich