Votlendissjóður – Ísland

En dobbeltbekkasin i vandkanten
Ljósmyndari
The Icelandic Wetland Fund
Fjármagnar endurheimt votlendis og stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Votlendissjóður er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Talið er að rekja megi allt að tveimur þriðju hlutum allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi til framræsts votlendis og að alls séu um 34 þúsund kílómetrar af framræsluskurðum í landinu. Því ríður á að hefja endurheimt votlendis eins fljótt og hægt er. Votlendissjóðurinn var stofnaður árið 2018 og aðstoðar landeigendur, bændur, sveitarfélög og ríkið við að endurheimta votlendi sem ekki er nýtt til ræktar eða skógræktar með því að fjármagna endurheimtarverkefni og eftir atvikum leggja til fræðslu, mannafla og búnað. Sjóðurinn býður einnig upp á að taka votlendissvæði í fóstur.

Endurheimtir hafa verið nærri 300 hektarar lands frá árinu 2018. Sjóðurinn tryggir að endurheimt sé unnin faglega og í samræmi við viðurkenndar starfsvenjur og undir eftirliti sérfræðinga frá Landgræðslu Íslands. Í íslensku votlendi eru mikilvægar varpstöðvar margra fuglategunda og sjálfboðaliðar fylgjast með jákvæðum áhrifum endurheimtar votlendis á fugla-, plöntu- og annað dýralíf á völdum svæðum.