Starfshópur 3: Sjálfbærar borgir og borgarþróun

Þróun borga frá því að vera eins viðkvæmar og nú er, umhverfisvæn samgöngukerfi og staðbundnar orkulausnir eru mikilvæg þróunarverkefni alls staðar á Norðurlöndum og fyrir sjálfbæra þróun stórborganna. Á sveitarstjórnarstiginu eru verkefni á sviði húsnæðismála, samgangna og orkukerfis/loftslagsaðlögunar forgangsmál. Norðurlöndin ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum glíma að stórum hluta við svipaðar áskoranir varðandi áhrif þess að borgir og bæir fara ört stækkandi, bæði höfuðborgirnar og minni og meðalstórar borgir og bæir.