Hvernig getum við borðað okkur til grænnar og heilbrigðrar framtíðar?

Isabella Lövin, David Nabarro, and Mari Hasle Einang discussing the future of food

Isabella Lövin, David Nabarro, and Mari Hasle Einang at COP24

 

 

Photographer
Robert Bednarczyk / norden.org

Sænski ráðherrann, Isabella Lövin, Dr. David Nabarro og breytingavaldurinn Mari Hasle Einang ræða um framtíð matar í norræna skálanum á COP24.

Hlustið á Think Nordic! hlaðvarp:

Vinsamlegast takið eftir að þetta hlaðvarp er aðeins á ensku.

Meiri áhersla er lögð á mat en nokkru sinni fyrr í umræðunni um loftslagsmál, allt frá því sem einstaklingurinn getur gert til kerfisbreytingar. Hvernig geta Norðurlönd haft áhrif á þær breytingar sem þarf að gera til að heilbrigðara og loftslagsvænna mataræði geti orðið hluti af matvælakerfi heimsins?


Hlustið á Spotify

Í þessum þætti af Think Nordic! hlaðvarpsþáttaröðinni er skoðað mataræði á Norðurlöndum og matvælakerfi heimsins sem það er hluti af. Hlaðvarpsþættirnir eru teknir upp með áheyrendum í norræna skálanum á COP24, í Katowice í Póllandi og þátttakendur eru sænski ráðherra þróunarsamvinnu og loftslagsmála, Isabella Lövin, David Nabarro sem er yfir stefnumótun hjá 4SD og fyrrum sérfræðiráðgjafi framkvæmdastjóra SÞ um sjálfbæra þróun og loftslagsbreytingar og Mari Hasle Einang, fulltrúi ungs fólks í Noregi.

Maturin í ruslagámum Óslóar segir sögu af ónýtu kerfi

„Ég „rusla“ í Ósló og þið trúið því ekki hversu miklum mjög ætilegum mat er hent á hverjum einasta degi. Við verðum að takast á við matarsóun og fólk verður að horfast í augu við hversu stórt vandamál matvælakerfið okkar er,“ segir Mari Hasle Einang Að hennar mati er ungt fólk að verða metvitaðra en áður um neyslu sína þegar kemur að matvælum.

„Það er mjög hvetjandi að heyra að ungt fólk tekur virka afstöðu, tekst á við matarsóun og borðar minna kjöt. Neysla á kjöti hefur raunar minnkað í Svíþjóð síðustu ár en það kemur í kjölfar mikillar aukningar sem staðið hafði í áratugi,“ segir Isabella Lövin. Matur er nátengdur loftslagsbreytingum, bæði með tilliti til kolefnisspors matarins og vegna þess að matvælaframleiðsla er viðkvæm fyrir veðurfarsbreytingum. Þegar við bætast neikvæð heilsufarsáhrif núverandi mataræðis þá stöndum við frammi fyrir samtengdu og flóknu vandamáli.

Samstarf er lykillinn að því að byggja um sjálfbært matvælakerfi

Í Norræna skálanum Á COP24 var matur með afgerandi hætti settur á dagskrá loftslagsumræðunnar, alþjóðleg áskorun sem aðeins er hægt að takast á við með samstarfi. Einn milljarður manna í heiminum fær ekki nóg að borða um leið og einn milljarður manna borðar of mikið. Kerfið er í ójafnvægi sem hefur gífurlegar félagslegar og umhverfislegar afleiðingar,“ segir David Nabarro og bætir því við að stefnumótendur þurfi að leggja áherslu á neytendur, framleiðslu og umhverfið til þess að skapa sjálfbærara matvælakerfi.

Norrænar fæðulausnir geta orðið innblástur bæði það sem hefur tekist vel og það sem hefur mistekist. „Við þurfum að tryggja að þróunarlönd endurtaki ekki sömu mistök og við höfum gert. Til dæmis ættu þau að auka lífræna framleiðslu eins og við erum að gera á Norðurlöndum um þessar mundir,“ segir Isabella Lövin.

En lærdómurinn getur verið gagnkvæmur. Í þróunarlöndum er mataræðið oft sjálfbærara og þar er minni matarsóun. Þetta tengist því auðvitað líka að neyslan er minni en ég held samt sem áður að við getum lært mikið hvert af öðru,“ segir Mari Hasle Einang.

Hlustaðu á allt hlaðvarpið og vertu fróðari um að ýta við, umbúðir, hlutverk smábúa og margt fleira. Þú finnur Think Nordic! hlaðvarpið alls staðar þar sem hægt er að hlusta á hlaðvarp og efst á þessari síðu.