Don´t worry, be happy – ástandsskýrsla um lýðræði á Norðurlöndum

28.08.19 | Fréttir
Valgbod
Photographer
Ritzau/Scanpix.dk
Hversu mikið traust bera íbúar Norðurlandanna til stofnana lýðræðisins og stjórnmálafólks? Hversu lýðræðislega virkir eru Norðurlandabúar? Staða lýðræðisins á Norðurlöndum er skoðuð í nýrri skýrslu. Niðurstöðurnar eru gleðiefni en vekja einnig athygli á sviðum þar sem við verðum að bæta okkur.

Í umræðum samtímans er mikið rætt um stöðu lýðræðisins gagnvart miklum áskorunum og að nú dragi úr pólitískri virkni.  En hvernig er ástandið í raun á Norðurlöndum? Norræna ráðherranefndin hefur borið saman rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal íbúa Norðurlandanna á árunum 2002 til 2016. 7000 íbúar Norðurlanda taka þátt í rannsókninni. Markmiðið með skýrslunni „Don´t worry, be happy – ástandsskýrsla um lýðræði á Norðurlöndum“ er að líta nánar á þróun áhuga borgaranna á stjórnmálum og pólitíska virkni þeirra. Í skýrslunni er einnig skoðað hversu mikið traust Norðurlandabúar bera til stjórnmálafólks og þjóðþinga sinna.

“Rannsóknin bendir til að þess áhugi fólks á stjórnmálum og traust til stjórnmálamanna og stofnana lýðræðisins sé áfram mikið á Norðurlöndum. Þessi stöðugleiki er sérstaklega áhugaverður í samanburði við vaxandi vantraust á stjórnmálageiranum sem við sjáum í öðrum heimshlutum,“ segir Christoffer Waldemarsson, höfundur skýrslunnar.

Rannsóknin bendir til að þess áhugi fólks á stjórnmálum og traust til stjórnmálamanna og stofnana lýðræðisins sé áfram mikið á Norðurlöndum. Þessi stöðugleiki er sérstaklega áhugaverður í samanburði við vaxandi vantraust á stjórnmálageiranum sem við sjáum í öðrum heimshlutum

Christoffer Waldemarsson, höfundur skýrslunnar

Þróunin

Í skýrslunni er kemur fram að á heildina litið hafi þróunin verið jákvæð í norrænu ríkjunum á árunum 2002 til 2016. Áhugi norrænna borgara á stjórnmálum hefur aukist frá 55,1 prósenti í 62,6 prósent. Norðurlandabúar hafa meiri áhuga á stjórnmálum en íbúar Evrópu almennt og þrátt fyrir að dregið hafi úr kosningaþátttöku bæði á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu þá eru Norðurlandabúar duglegri þegar kemur að því að taka þátt í kosningum. Á Norðurlöndum er kosningaþátttakan að meðaltali 80 prósent á móti 68 prósentum í Evrópu.

Þrátt fyrir að svolítið hafi dregið úr trausti á stjórnmálageirann að meðaltali þá standa Norðurlöndin vel í alþjóðlegum samanburði. Staðreyndin er sú að hin neikvæða þróun sem við sjáum annars staðar í Evrópu á ekki við um Norðurlönd. Noregur sker sig úr sem það land þar sem fólk ber mest traust til þjóðþingsins en traustið á stjórnmálageirann er minnst á Íslandi.

„Á tímum pólitískra breytinga og vaxandi vantrausts gagnvart pólitískum stofnunum á heimsvísu er áhugavert að skoða stöðuna á Norðurlöndum. Við getum vissulega glaðst yfir því að þróunin á Norðurlöndum sé að mestu jákvæð og ekki sú sama og í Evrópu en við verðum að hafa hugfast að lýðræðið er skapað á hverjum degi. Við megum ekki sofna á verðinum,“ segir Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norðurlönd og Evrópusambandið

Norðurlandabúar bera umtalsvert meira traust til Evrópuþingsins en íbúar Evrópu almennt. Í Evrópu segist 30 prósent fólks bera mikið traust til Evrópuþingsins. Á Norðurlöndum svara 43 prósent fólks því til að það beri mikið traust til þess. Það er jákvæð aukning sem nemur heilum 26 prósentum frá árinu 2002.

Á tímum pólitískra breytinga og vaxandi vantrausts gagnvart pólitískum stofnunum á heimsvísu er áhugavert að skoða stöðuna á Norðurlöndum. Við getum vissulega glaðst yfir því að þróunin á Norðurlöndum sé að mestu jákvæð og ekki sú sama og í Evrópu en við verðum að hafa hugfast að lýðræðið er skapað á hverjum degi. Við megum ekki sofna á verðinum

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar